„Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:05 Karólína Lea kom að marki Íslands með góðri aukaspyrnu út á velli. Christof Koepsel/Getty Images „Frammistaðan var fín, við gáfum allt í leikinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um frammistöðu Íslands í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi ytra í undankeppni EM 2025. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira