„Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 20:05 Karólína Lea kom að marki Íslands með góðri aukaspyrnu út á velli. Christof Koepsel/Getty Images „Frammistaðan var fín, við gáfum allt í leikinn,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um frammistöðu Íslands í 3-1 tapinu gegn Þýskalandi ytra í undankeppni EM 2025. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í kvöld sinn annan leik í undankeppninni en EM fer fram í Sviss á næsta ári. Ísland vann góðan sigur á Póllandi í fyrstu umferð en átti við ofurefli að etja í kvöld. Þá hjálpaði ekki að Sveindís Jane Jónsdóttir fór meidd út af í stöðunni 1-1. „Við erum mjög óheppnar að missa Sveindísi Jane út af. Leikplanið skaddaðist aðeins við það. Ekkert að setja út á Bryndísi (Örnu Níelsdóttur), hún er bara allt öðruvísi leikmaður. Við gáfum 100 prósent í leikinn og getum verið stoltar af því.“ „Við fáum færi úr aukaspyrnum, skorum og fáum færi eftir innköst sem eru alltaf hættuleg. Súrt að hafa ekki klárað það en þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og við vissum að við þyrftum að gefa allt í þetta. Fannst við gera það og óheppnar að þær áttu mjög góðan leik í dag fannst mér. Við lærum bara af þessu.“ Um brotið á Sveindísi Jane og sóknarleik Íslands „Er ekki búin að sjá þetta aftur. Leit mjög illa út og einhverjir vilja meina að þetta hafa verið rautt spjald. Erfitt að segja, leit rosalega illa út og ég hugsa til hennar núna. Vonandi er þetta ekki of slæmt.“ „Hún er rosalega mikilvæg í okkar sóknarleik, eins og er búið að sjást í síðustu leikjum. Hún kemur með þennan hraða sem okkur vantar þegar hún er ekki inn á. Að sama skapi erum við með aðra frábæra leikmenn sem koma í hennar stað, Bryndís Arna gerir mjög vel.“ „Vonandi eru þetta ekki of slæm meiðsli og hún getur komið í næsta verkefni.“ Um fyrstu tvo leikina í undankeppninni „Held að þetta sé skref fram úr við úr Þjóðadeildinni, töpum mjög illa í Þýskalandi síðast. Klárlega skref fram á við þó þetta sé tap. Gáfum allt í þetta og spilum mjög vel á móti Póllandi. Eigum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana en klúðrum þeim. Þurfum að gera enn betur í næsta glugga.“ Klippa: Karólína Lea eftir tap Íslands: Fáum færi til að gera þetta erfiðara fyrir Þjóðverjana
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira