Lífið

„Rödd ársins“ kemur úr Borgar­nesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hanna Ágústa (t.h.), ásamt Rut Berg Guðmundsdóttir, sem er skólastjóri tónlistarskólans á Akranes. Þær ná mjög vel saman og eru ánægðar með hvor aðra.
Hanna Ágústa (t.h.), ásamt Rut Berg Guðmundsdóttir, sem er skólastjóri tónlistarskólans á Akranes. Þær ná mjög vel saman og eru ánægðar með hvor aðra. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar.

Hanna Ágústa var heimsótt í gærkvöldi í Ísland í dag en hún er úr mikilli tónlistarfjölskyldu enda ólst hún upp við hljóðfæraleik og söng á heimili sínu á Kveldúlfsgötunni í Borgarnesi. Foreldrar hennar eru þau Theodóra Þorsteinsdóttir, sem var lengi skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Olgeir Helgi Ragnarsson sem rak prentsmiðju í Borgarnesi til margra ára en starfar í dag, sem leiðsögumaður og hefur mjög gaman af söng og allri tónlist. Svo er það systirin, Sigríður Ágústa, sem er menntaður leikari og hefur líka verið mikið í tónlist.

Hanna Ágústa, „Rödd ársins“ á Íslandi en hún er sópransöngkona úr Borgarnesi, sem er hér með fjölskyldu sinni, foreldrum og systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hanna Ágústa lærð söng í Þýskalandi í fimm ár og hefur reynt að vera dugleg að koma sér á framfæri. Þá er hún að kenna söng í Tónlistarskóla Akranes og í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Hanna Ágústa er meðal annars að kenna nokkrum hressum stelpum á Akranesi söng og tæknina við sönginn en kennslan fer fram í Tónlistarskóla Akranes.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.