Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 10:52 Teitur Björn sagði brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur „straumhvörf“. Vísir/Vilhelm „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“ Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“
Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira