Þessu hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson fengið að kenna á í gegnum tíðina þegar hann hefur myndað brim í vonskuveðrum um allt land. Linsurnar fyllast af salti og sjó og munnurinn líka, hárið klístrast, bíllinn þarf að fara í þvott, og í sumum tilvikum verða myndavélarnar fyrir skemmdum.
„Saltbragðið fer ekki.“
Ragnar hefur oft velt því fyrir sér hvernig sé að velkjast um í briminu og í einni ferðinni í Reynisfjöru náði hann myndum af ferðamönnum sem lentu í þeim aðstæðum.
Ragnar smellti myndum af þeim þar sem þau leituðu skjóls í stuðlaberginu við fjöruna en brimið skall engu að síður á þeim og kaffærði um tíma.
Söguna um ferðir Ragnars í leit að brimi má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik, í spilaranum hér að neðan.
Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.