„Þetta stappar nærri spillingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2024 19:10 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, bindur vonir við að nýr matvælaráðherra samþykki að hittast á fundi og að gerðar verði breytingar í kjölfarið. Vísir/Arnar Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf vegna nýsamþykktra búvörulaga þar sem meiriháttar athugasemdir eru gerðar við vinnubrögðin en þeir voru ekki kallaðir fyrir nefndina. Þeir segja að breytingarnar sem hafi verið gerðar í meðförum þingsins hafi gengið mun lengra en gert var ráð fyrir með upprunalegu frumvarpi. Með nýju lögunum sé afurðastöðvunum veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum óháð því hvort þær séu í eigu bænda. Því er beint til nýs matvælaráðherra að beita sér fyrir viðeigandi breytingum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir stórhættulegt að taka samkeppnislög úr sambandi. Nú geti örfáir sérhagsmunaaðilar talað sig saman um hvernig þeir eigi að stjórna markaðnum og jafnvel skipt á milli sín landsvæðum. „Hættan er sú að vöruverð muni hækka verulega þegar hópi aðila er veitt þetta vald sem felst í því að þurfa ekki að keppa í opinni samkeppni. Þá geta þeir til dæmis ákveðið að verð til bænda fyrir kíló af kjöti sé 200 krónur og enginn geti mótmælt því. Þeir geta ákveðið að þessi aðili starfi bara í Skagafirði, þessi bara á Suðurlandi og engin samkeppni þarna á milli og þetta gengur gegn öllu því sem við stöndum fyrir sem samfélag.“ Segir ákvæði stjórnarskrár ekki virt Breki segir meirihluta atvinnuveganefndar hafa brotið gegn stjórnarskránni með vinnubrögðunum því 42. grein stjórnarskrárinnar kveði á um að öll mál þurfi að hljóta þrjár umræður fyrir Alþingi. „Þarna er málinu bara snúið á hvolf milli annarrar og þriðju umræðu og algjörlega nýtt frumvarp lagt fyrir Alþingi.“ Vinnubrögðin beri keim af augljósri sérhagsmunagæslu Neytendasamtökin og nokkur önnur samtök láta nú vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref og útiloka ekki málaferli en vonast þó til að nýr matvælaráðherra samþykki að hitta þau á fundi og ráðist í viðeigandi breytingar í kjölfarið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í gær en hún sat í atvinnuveganefnd og var ein þeirra sem stóð að umræddum breytingum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkeyju þrátt fyrir tilraunir. „Þegar sérhagsmunahópi er hleypt fram fyrir almannahagsmuni, leyft að semja í rauninni nýtt frumvarp sem gengur gegn almannahagsmunum og ýtir undir sérhagsmuni hjá þessum hópi…þetta stappar nærri spillingu,“ segir Breki. Breki var spurður hvers vegna Bændasamtökin settu sig ekki upp á móti nýju lögunum. „Það er mjög sérstakt af því þarna eru Bændasamtökin greinilega að taka skýra afstöðu með mjög fámennum hópi afurðastöðva, sláturhúsa, sem munu þá hafa ægivald yfir hinum almenna bónda sem er að framleiða kjöt og slíkt og ég skil ekki þessa afstöðu Bændasamtakanna, enda má sjá að fyrrverandi formaður bændasamtakanna leggst mjög gegn þessum áformum sem eru orðin að lögum.“ Breki segir að afgreiðsla þingsins á búvörulögum sé augljós hagsmunagæsla. „Þegar einn fámennur hópur fær að koma að lagasetningu og öðrum er haldið vísvitandi frá því að koma með sínar athugasemdir. Þetta er augljós sérhagsmunagæsla á kostnað almannahagsmuna.“ Landbúnaður Neytendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Sjá meira
Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf vegna nýsamþykktra búvörulaga þar sem meiriháttar athugasemdir eru gerðar við vinnubrögðin en þeir voru ekki kallaðir fyrir nefndina. Þeir segja að breytingarnar sem hafi verið gerðar í meðförum þingsins hafi gengið mun lengra en gert var ráð fyrir með upprunalegu frumvarpi. Með nýju lögunum sé afurðastöðvunum veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum óháð því hvort þær séu í eigu bænda. Því er beint til nýs matvælaráðherra að beita sér fyrir viðeigandi breytingum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir stórhættulegt að taka samkeppnislög úr sambandi. Nú geti örfáir sérhagsmunaaðilar talað sig saman um hvernig þeir eigi að stjórna markaðnum og jafnvel skipt á milli sín landsvæðum. „Hættan er sú að vöruverð muni hækka verulega þegar hópi aðila er veitt þetta vald sem felst í því að þurfa ekki að keppa í opinni samkeppni. Þá geta þeir til dæmis ákveðið að verð til bænda fyrir kíló af kjöti sé 200 krónur og enginn geti mótmælt því. Þeir geta ákveðið að þessi aðili starfi bara í Skagafirði, þessi bara á Suðurlandi og engin samkeppni þarna á milli og þetta gengur gegn öllu því sem við stöndum fyrir sem samfélag.“ Segir ákvæði stjórnarskrár ekki virt Breki segir meirihluta atvinnuveganefndar hafa brotið gegn stjórnarskránni með vinnubrögðunum því 42. grein stjórnarskrárinnar kveði á um að öll mál þurfi að hljóta þrjár umræður fyrir Alþingi. „Þarna er málinu bara snúið á hvolf milli annarrar og þriðju umræðu og algjörlega nýtt frumvarp lagt fyrir Alþingi.“ Vinnubrögðin beri keim af augljósri sérhagsmunagæslu Neytendasamtökin og nokkur önnur samtök láta nú vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref og útiloka ekki málaferli en vonast þó til að nýr matvælaráðherra samþykki að hitta þau á fundi og ráðist í viðeigandi breytingar í kjölfarið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í gær en hún sat í atvinnuveganefnd og var ein þeirra sem stóð að umræddum breytingum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkeyju þrátt fyrir tilraunir. „Þegar sérhagsmunahópi er hleypt fram fyrir almannahagsmuni, leyft að semja í rauninni nýtt frumvarp sem gengur gegn almannahagsmunum og ýtir undir sérhagsmuni hjá þessum hópi…þetta stappar nærri spillingu,“ segir Breki. Breki var spurður hvers vegna Bændasamtökin settu sig ekki upp á móti nýju lögunum. „Það er mjög sérstakt af því þarna eru Bændasamtökin greinilega að taka skýra afstöðu með mjög fámennum hópi afurðastöðva, sláturhúsa, sem munu þá hafa ægivald yfir hinum almenna bónda sem er að framleiða kjöt og slíkt og ég skil ekki þessa afstöðu Bændasamtakanna, enda má sjá að fyrrverandi formaður bændasamtakanna leggst mjög gegn þessum áformum sem eru orðin að lögum.“ Breki segir að afgreiðsla þingsins á búvörulögum sé augljós hagsmunagæsla. „Þegar einn fámennur hópur fær að koma að lagasetningu og öðrum er haldið vísvitandi frá því að koma með sínar athugasemdir. Þetta er augljós sérhagsmunagæsla á kostnað almannahagsmuna.“
Landbúnaður Neytendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Tengdar fréttir Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Sjá meira
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01