Almannavarnir greiða umframorkunotkun í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 16:49 Fasteignaeigendur í Grindavík fá endurgreiddan hitaveitu- og rafmagnskostnað. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa ákveðið að hjálpa fasteignaeigendum í Grindavík við að standa straum af kostnaði vegna hærri rafmagns- og hitaveitureikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna stóðu yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að um sé að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja frá 19. janúar til 31. mars en heildarkostnaðurinn nemi rúmum tuttugu milljónum króna. Hitaveitustofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist í eldgosi sem hófst 14. janúar með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóð yfir rýming sem skerti möguleika fólks á að sinna húsum sínum. „Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum. „Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega,“ segir í tilkynningunni. „Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að um sé að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja frá 19. janúar til 31. mars en heildarkostnaðurinn nemi rúmum tuttugu milljónum króna. Hitaveitustofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist í eldgosi sem hófst 14. janúar með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóð yfir rýming sem skerti möguleika fólks á að sinna húsum sínum. „Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum. „Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega,“ segir í tilkynningunni. „Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03