Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 17:45 Emma Hayes, þjálfari Chelsea, á góðri stundu á blaðamannafundi vísir/Getty Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt. Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Sjá meira