Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:52 Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs í nýjustu könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33