Smíða stærstu flugvél heims til að flytja vindmylluspaða Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2024 07:07 WindRunner yrði stærsta flugvél heims. Hún rétt kæmist fyrir á Laugardalsvelli, 108 metra löng og með 80 metra vænghaf. Radia Bandarískt nýsköpunarfyrirtæki, Radia, með höfuðstöðvar í Colorado, hefur kynnt áform um smíði stærstu flugvélar heims. Flugvélin, kölluð WindRunner, hefði það meginhlutverk að flytja risastór vindmyllublöð. Í kynningargögnum fyrirtækisins kemur fram að ein helsta áskorun við uppsetningu vindorkugarða sé flutningur á gríðarstórum spöðunum eftir þjóðvegum. Vegakerfin ráði varla við 70 metra löng blöð. Mikil þörf verði í framtíðinni á að flytja 100 metra löng blöð. Flugvélinni er ætlað að flytja allt að eitthundrað metra löng vindmyllublöð.Radia Ætlunin er að risaflugvélin komist eins nærri áfangastað farmsins og unnt er. Gert er ráð fyrir að hún þurfi tiltölulega stutta flugbraut, 1.800 metra langa, og geti jafnframt lent á malarflugbrautum með grófu yfirborði. Þannig mætti valta tímabundna bráðabirgðaflugbraut á svæði vindorkugarðs. Brautin yrði svo aflögð þegar uppsetningu væri lokið. Flugvélinni er ætlað að geta lent á grófum malarflugbrautum. Radia Lengd flugvélarinnar yrði á við löggiltan knattspyrnuvöll, 108 metrar, vænghafið 80 metrar og hæðin 24 metrar. Hún yrði þannig 32 metrum lengri en lengsta gerðin af Boeing 747. Innra fraktrými WindRunner yrði 105 metra langt, 7,3 metra breitt og 7,3 metra hátt. Í rúmmetrum talið yrði vörurýmið tólf-falt stærra en í Boeing 747 400-fraktvélinni. WindRunner yrði hávængja með fjóra hreyfla hátt yfir flugbrautinni. Það auðveldar henni að nýta malarflugbrautir.Radia Burðargetan í tonnum talið yrði þó talsvert minni en í öflugustu flutningaþotum nútímans, eða um 73 tonn, meðan Boeing 747 getur borið yfir 120 tonna farm. Þá yrði flugdrægi WindRunner-þotunnar með fulla hleðslu aðeins um 2.000 kílómetrar. Farflugshraði yrði um 740 kílómetrar á klukkustund og flughæð allt að 41 þúsund fet. Stofnandi Radia, Mark Lundstrom, er sjálfur menntaður í eldflaugavísindum frá MIT-tækniháskólanum í Massachusetts. Í ráðgjafateymi um þróun flugvélarinnar eru meðal annarra fyrrum yfirmenn hjá Boeing-flugvélaverksmiðjunum, Rolls Royce-hreyflaframleiðandanum, bandarísku flugmálastjórninni FAA og flug- og geimvísindastofnun MIT-háskólans. Flugvélinni er ætlað að geta lent á einföldum malarflugbrautum sem mætti valta á sléttum melum nálægt vindorkugörðum.Radia Hugmyndin á bak við flugvélina er að nýta að öllu leyti þekkta og reynda tækni til að þróun og smíði hennar geti gengið hratt fyrir sig. Gert er ráð fyrir að hún verði með fjóra hreyfla. Fréttir hafa birst um að hönnun hennar og þróun sé meira en hálfnuð og að markmiðið sé að hún verði tilbúin til notkunar árið 2027. Fyrirtækið hefur þó ekki sjálft opinberlega gefið út þá tímasetningu. Dreamlifter-þotan er í raun útbelgd Boeing 747.Boeing Þetta yrði þá ekki ólíkt þeirri aðferð sem Boeing og Airbus hafa notað til að smíða eigin sérhæfðar flutningavélar til að ferja stóra flugvélahluti. Þannig er Dreamlifter-vél Boeing í raun útbelgd Boeing 747. Beluga-vélar Airbus hafa sömuleiðis verði byggðar á þekktum vélum, eins og Airbus A300 og A330. Sú nýjasta og stærsta er Airbus A350 með útvíkkaðan belg. Beluga-fraktþota frá Airbus. Nokkrar mismunandi útgáfur eru til.Airbus/A.Tchaikovski Úkraínska-þotan Antonov An-225, eða Mriyja, telst vera stærsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað til þessa. Hún var 84 metra löng og gat borið 190 tonna farm. Eina eintakið sem flaug eyðilagðist hins vegar í innrás rússneska hersins í Úkraínu fyrir tveimur árum. An-225 millilenti nokkrum sinnum á Íslandi, meðal annars í júní 2014, sem sjá má í þessari frétt: Fréttir af flugi Vindorka Boeing Airbus Orkuskipti Orkumál Tengdar fréttir Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. 1. mars 2022 22:20 Myndskeið sýnir stærstu flugvél heims gjörónýta Myndskeið, sem sagt er vera úr fréttaútsendingu rússneska ríkissjónvarpsins, virðist taka af allan vafa um það að stærsta flugvél mannkynssögunnar, hin úkraínska Antonov 225, hefur gjöreyðilagst. Myndirnar sýna það miklar skemmdir á risaþotunni að erfitt er að ímynda sér að henni verði flogið framar. 4. mars 2022 11:22 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Í kynningargögnum fyrirtækisins kemur fram að ein helsta áskorun við uppsetningu vindorkugarða sé flutningur á gríðarstórum spöðunum eftir þjóðvegum. Vegakerfin ráði varla við 70 metra löng blöð. Mikil þörf verði í framtíðinni á að flytja 100 metra löng blöð. Flugvélinni er ætlað að flytja allt að eitthundrað metra löng vindmyllublöð.Radia Ætlunin er að risaflugvélin komist eins nærri áfangastað farmsins og unnt er. Gert er ráð fyrir að hún þurfi tiltölulega stutta flugbraut, 1.800 metra langa, og geti jafnframt lent á malarflugbrautum með grófu yfirborði. Þannig mætti valta tímabundna bráðabirgðaflugbraut á svæði vindorkugarðs. Brautin yrði svo aflögð þegar uppsetningu væri lokið. Flugvélinni er ætlað að geta lent á grófum malarflugbrautum. Radia Lengd flugvélarinnar yrði á við löggiltan knattspyrnuvöll, 108 metrar, vænghafið 80 metrar og hæðin 24 metrar. Hún yrði þannig 32 metrum lengri en lengsta gerðin af Boeing 747. Innra fraktrými WindRunner yrði 105 metra langt, 7,3 metra breitt og 7,3 metra hátt. Í rúmmetrum talið yrði vörurýmið tólf-falt stærra en í Boeing 747 400-fraktvélinni. WindRunner yrði hávængja með fjóra hreyfla hátt yfir flugbrautinni. Það auðveldar henni að nýta malarflugbrautir.Radia Burðargetan í tonnum talið yrði þó talsvert minni en í öflugustu flutningaþotum nútímans, eða um 73 tonn, meðan Boeing 747 getur borið yfir 120 tonna farm. Þá yrði flugdrægi WindRunner-þotunnar með fulla hleðslu aðeins um 2.000 kílómetrar. Farflugshraði yrði um 740 kílómetrar á klukkustund og flughæð allt að 41 þúsund fet. Stofnandi Radia, Mark Lundstrom, er sjálfur menntaður í eldflaugavísindum frá MIT-tækniháskólanum í Massachusetts. Í ráðgjafateymi um þróun flugvélarinnar eru meðal annarra fyrrum yfirmenn hjá Boeing-flugvélaverksmiðjunum, Rolls Royce-hreyflaframleiðandanum, bandarísku flugmálastjórninni FAA og flug- og geimvísindastofnun MIT-háskólans. Flugvélinni er ætlað að geta lent á einföldum malarflugbrautum sem mætti valta á sléttum melum nálægt vindorkugörðum.Radia Hugmyndin á bak við flugvélina er að nýta að öllu leyti þekkta og reynda tækni til að þróun og smíði hennar geti gengið hratt fyrir sig. Gert er ráð fyrir að hún verði með fjóra hreyfla. Fréttir hafa birst um að hönnun hennar og þróun sé meira en hálfnuð og að markmiðið sé að hún verði tilbúin til notkunar árið 2027. Fyrirtækið hefur þó ekki sjálft opinberlega gefið út þá tímasetningu. Dreamlifter-þotan er í raun útbelgd Boeing 747.Boeing Þetta yrði þá ekki ólíkt þeirri aðferð sem Boeing og Airbus hafa notað til að smíða eigin sérhæfðar flutningavélar til að ferja stóra flugvélahluti. Þannig er Dreamlifter-vél Boeing í raun útbelgd Boeing 747. Beluga-vélar Airbus hafa sömuleiðis verði byggðar á þekktum vélum, eins og Airbus A300 og A330. Sú nýjasta og stærsta er Airbus A350 með útvíkkaðan belg. Beluga-fraktþota frá Airbus. Nokkrar mismunandi útgáfur eru til.Airbus/A.Tchaikovski Úkraínska-þotan Antonov An-225, eða Mriyja, telst vera stærsta flugvél sem mannkyn hefur smíðað til þessa. Hún var 84 metra löng og gat borið 190 tonna farm. Eina eintakið sem flaug eyðilagðist hins vegar í innrás rússneska hersins í Úkraínu fyrir tveimur árum. An-225 millilenti nokkrum sinnum á Íslandi, meðal annars í júní 2014, sem sjá má í þessari frétt:
Fréttir af flugi Vindorka Boeing Airbus Orkuskipti Orkumál Tengdar fréttir Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. 1. mars 2022 22:20 Myndskeið sýnir stærstu flugvél heims gjörónýta Myndskeið, sem sagt er vera úr fréttaútsendingu rússneska ríkissjónvarpsins, virðist taka af allan vafa um það að stærsta flugvél mannkynssögunnar, hin úkraínska Antonov 225, hefur gjöreyðilagst. Myndirnar sýna það miklar skemmdir á risaþotunni að erfitt er að ímynda sér að henni verði flogið framar. 4. mars 2022 11:22 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. 1. mars 2022 22:20
Myndskeið sýnir stærstu flugvél heims gjörónýta Myndskeið, sem sagt er vera úr fréttaútsendingu rússneska ríkissjónvarpsins, virðist taka af allan vafa um það að stærsta flugvél mannkynssögunnar, hin úkraínska Antonov 225, hefur gjöreyðilagst. Myndirnar sýna það miklar skemmdir á risaþotunni að erfitt er að ímynda sér að henni verði flogið framar. 4. mars 2022 11:22
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00