Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2024 20:30 Frænkurnar, Viktoría Huld (t.h.),11 ára og Una Björt, 12 ára, sem stálu senunni á sýningunni í gærkvöldi á hestunum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni. Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Menning Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Menning Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira