Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 11:18 Forsetahjónin halda í dag til Skotlands til að styrkja vinabönd þjóðanna. Aðsend/Sigurgeir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.
Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira