„Taktlaust og ósmekklegt“ Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. apríl 2024 11:40 Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögunnar. Hún vill þingkosningar í september. Vísir/Arnar „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira