Ritskoðun bjóra: „Þetta er gert fyrir börnin“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2024 22:53 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs, mun standa í ströngu næstu daga við að líma miða á bjórdósirnar. bjarni einarsson Bjórinnflytjandi þurfti að líma fyrir mynd af fugli á bjórdós svo Vínbúðin samþykkti að selja hana. Hann segir það háð huglægu mati starfsmanna Vínbúðarinnar hvað komist þar í sölu. Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira