Greiðir 2000 krónur á dag í vexti á meðan beðið er eftir Þórkötlu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. apríl 2024 19:04 Grindvíkingar vilja eignir sínar keyptar strax, meira að segja börnin. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu. Krafan er einföld, þeir vilja fá greitt strax. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær og ríflega hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll. Fréttamaður tók nokkra Grindvíkinga tali. Hverjar eru kröfurnar, af hverju eruð þið hérna? „Bara að fá borgað núna strax út úr Þórkötlu. Þetta er búið að taka alveg rosalega langan tíma og mörg okkar eru með skuldbindingar sem við þurfum að standa við. Ég til dæmis þarf að borga tvö þúsund krónur á hverjum einasta degi í vexti af yfirdráttarheimild sem ég tók til að geta keypt mér húsnæði. Ég ætlaðist til þess að vera með þessa yfirdráttarheimild í einhverja daga, en núna er ég búin að vera með hana í tvo mánuði,“ segir Andrea Ævarsdóttir. Grindvíkingar telja vinnubrögð Þórkötlu ekki upp á marga fiska.Vísir/Vilhelm Býr inni á pabba Birna Rún Arnarsdóttir hefur búið ásamt stórri fjölskyldu sinni inni á pabba hennar Arnari síðan rýma þurfti Grindavík. „Við erum búin að vera sjúklega heppin í þessu ferli en engu að síður er kominn tími á að við getum keypt okkur nýtt.“ Þessum Grindvíkingi þykir Þórkatala hafa valdið meiri skaða en sjálf eldgosin.Vísir/Vilhelm Ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið Ljóst er að uppkaup á mörg hundruð eignum Grindvíkinga eru umfangsmikið verkefni. Andrea segir að leysa hefði verkefnið með einfaldari hætti. Nú hafi ekki verið tíminn til þess að búa til nýja rafræna lausn. Grindvíkingar hefðu glaðir gengið frá sínum málum upp á gamla mátann. „Við getum alveg gert þetta á pappírum. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær og ríflega hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll. Fréttamaður tók nokkra Grindvíkinga tali. Hverjar eru kröfurnar, af hverju eruð þið hérna? „Bara að fá borgað núna strax út úr Þórkötlu. Þetta er búið að taka alveg rosalega langan tíma og mörg okkar eru með skuldbindingar sem við þurfum að standa við. Ég til dæmis þarf að borga tvö þúsund krónur á hverjum einasta degi í vexti af yfirdráttarheimild sem ég tók til að geta keypt mér húsnæði. Ég ætlaðist til þess að vera með þessa yfirdráttarheimild í einhverja daga, en núna er ég búin að vera með hana í tvo mánuði,“ segir Andrea Ævarsdóttir. Grindvíkingar telja vinnubrögð Þórkötlu ekki upp á marga fiska.Vísir/Vilhelm Býr inni á pabba Birna Rún Arnarsdóttir hefur búið ásamt stórri fjölskyldu sinni inni á pabba hennar Arnari síðan rýma þurfti Grindavík. „Við erum búin að vera sjúklega heppin í þessu ferli en engu að síður er kominn tími á að við getum keypt okkur nýtt.“ Þessum Grindvíkingi þykir Þórkatala hafa valdið meiri skaða en sjálf eldgosin.Vísir/Vilhelm Ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið Ljóst er að uppkaup á mörg hundruð eignum Grindvíkinga eru umfangsmikið verkefni. Andrea segir að leysa hefði verkefnið með einfaldari hætti. Nú hafi ekki verið tíminn til þess að búa til nýja rafræna lausn. Grindvíkingar hefðu glaðir gengið frá sínum málum upp á gamla mátann. „Við getum alveg gert þetta á pappírum. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira