Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 22:01 Rómverjar fagna. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00
Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05