B-deildarliðið hársbreidd frá því að fara alla leið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 17:33 Fyrirliði Coventry, Ben Sheaf, skaut langt yfir markið á örlagastundu. Mike Hewitt/Getty Images B-deildarliðið Coventry City var hársbreidd frá því að fella risann Manchester United í undanúrslitum FA bikarsins. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli og framlenging dugði ekki til að skilja liðin að. United fór áfram eftir vítaspyrnukeppni. Manchester United komst þremur mörkum yfir í leiknum. Scott McTominay skoraði fyrstur, Harry Maguire og Bruno Fernandes bættu svo við. Allt leit út fyrir þægilega siglingu inn í úrslitin gegn bláklædda liði Manchester borgar. Það breyttist þó fljótt, Ellis Simms minnkaði muninn á 71. mínútu og Callum O’Hare skoraði svo annað mark Coventry nokkrum mínútum síðar. Þeir þjörmuðu áfram að United og uppskáru vítaspyrnu á 95. mínútu sem Haji Wright kom í netið og jafnaði metin. Framlengingin var æsispennandi líkt og leikurinn. Coventry kom boltanum í netið í uppbótartíma framlengingar en markið var dæmt af vegna hárfínnar rangstöðu. Bæði lið fengu þó sín tækifæri til að vinna leikinn en ekkert varð úr og því haldið í vítaspyrnukeppni. Casemiro klikkaði á fyrstu spyrnu United. Callum O’Hare klikkaði svo á þriðju vítaspyrnu Coventry. Fyrirliði Coventry, Ben Sheaf, skaut langt yfir markið í fjórðu spyrnunni. Rasmus Höjlund steig svo á punktinn og tryggði sigur Manchester United. Þeir mæta nágrönnum sínum Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins þann 25. maí. Enski boltinn Fótbolti
B-deildarliðið Coventry City var hársbreidd frá því að fella risann Manchester United í undanúrslitum FA bikarsins. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli og framlenging dugði ekki til að skilja liðin að. United fór áfram eftir vítaspyrnukeppni. Manchester United komst þremur mörkum yfir í leiknum. Scott McTominay skoraði fyrstur, Harry Maguire og Bruno Fernandes bættu svo við. Allt leit út fyrir þægilega siglingu inn í úrslitin gegn bláklædda liði Manchester borgar. Það breyttist þó fljótt, Ellis Simms minnkaði muninn á 71. mínútu og Callum O’Hare skoraði svo annað mark Coventry nokkrum mínútum síðar. Þeir þjörmuðu áfram að United og uppskáru vítaspyrnu á 95. mínútu sem Haji Wright kom í netið og jafnaði metin. Framlengingin var æsispennandi líkt og leikurinn. Coventry kom boltanum í netið í uppbótartíma framlengingar en markið var dæmt af vegna hárfínnar rangstöðu. Bæði lið fengu þó sín tækifæri til að vinna leikinn en ekkert varð úr og því haldið í vítaspyrnukeppni. Casemiro klikkaði á fyrstu spyrnu United. Callum O’Hare klikkaði svo á þriðju vítaspyrnu Coventry. Fyrirliði Coventry, Ben Sheaf, skaut langt yfir markið í fjórðu spyrnunni. Rasmus Höjlund steig svo á punktinn og tryggði sigur Manchester United. Þeir mæta nágrönnum sínum Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins þann 25. maí.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti