Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 10:11 „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram,“ segir Jón um Katrínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan . Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem Jón, Baldur og Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðendur ræddu komandi kosningar. Þess má geta að Katrínu var boðið að taka þátt í þættinum, en hún afþakkaði vegna fyrri skuldbindinga. „Það er skoðun mín að hún sé of pólitísk fyrir þetta embætti og mér finnst þetta skrýtið að hún skuli vera að bjóða sig fram, að hún skuli ganga úr embætti forsætisráðherra og fara í þetta. Mér finnst það bara skrýtið. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, mér finnst þetta bara einlæglega,“ sagði Jón Gnarr. Baldur tjáði sig um framboð Katrínar áður en hún gaf opinberlega kost á sér. Þá sagði hann að færi hún fram myndi það annað hvort fela í sér stjórnarkreppu, eða að hún sæti beggja vegna borðsins við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjá nánar: Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Í Pallborðinu í gær sagðist hann þó ekki vilja tjá sig um annan frambjóðanda sem væri ekki á staðnum. „Ég verð að viðurkenna það að mér finnst erfitt að ræða þetta hér þegar mótframbjóðandinn er ekki á staðnum. Það er svolítið erfitt að gera það,“ sagði Baldur og bætti við að sér þætti betra að forsetaefnin þrjú sem voru mætt í Pallborðið myndu ræða sína sýn á embættið. „Og bíða síðan með það að eiga samtalið.“ Þá sagði Baldur að það væru kjósendur sem myndu meta það fyrst júní hvort Katrín Jakobsdóttir gæti sinnt eftirlitshlutverki forseta með núverandi ríkisstjórn. „Það er stutt í meðvirkni oft í umræðu,“ sagði Jón. „Það er þunn lína á milli meðaumkunar og kærleika. Það að geta ekki tjáð sig um einhvern frambjóðenda sem er ekki á staðnum, þar sem frambjóðandinn gæti alveg verið á staðnum, finnst mér bera vott um smá meðvirkni. Mér finnst ég alveg hafa leyfi til að tjá mína skoðun. Ég er ekki sammála því að ég eigi að sýna fólki sem er ekki á svæðinu einhverja tillitssemi.“ Halla Hrund sagði að sér þætti mikilvægt að embætti forseta Íslands væri ekki flokkspólitískt. „Af því að þetta er svo mikilvægt embætti til að draga saman ólíka þræði. Þá er maður að horfa þvert á pólitík, en líka þvert á samfélagshópa.“ En miðað við það skilyrði getur Katrín verið forseti að þínu viti? „Það sem skiptir mestu máli er að hver leiði sína sýn, og síðan er það kjósenda að dæma í raun og veru hvernig fólk horfir.“ Hægt er að sjá Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan .
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sjá meira