Kristrún varar við kæruleysi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:51 Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar um helgina á Laugabakka. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira