Göngumennirnir illa haldnir þegar komið var að þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2024 12:29 Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir björguðu í gær þremur göngumönnum sem höfðu ætlað sér að labba að gosstöðvunum við Litla-Hrút en urðu örmagna á leið sinni. Einn þeirra sem fór í útkallið segir mennina hafa verið illa haldna þegar komið var að þeim. Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Mennirnir eru erlendir ferðamenn og höfðu gengið í sex tíma þegar þeir hringdu á hjálp. Otti Rafn Sigmarsson, einn þeirra sem leituðu mannanna í gær, segir að þeir hafi verið illa haldnir þegar þeir fundust. „Það var mjög vont veður, bæði rok og rigning og mikil þoka. Svo eru miklar leysingar á svæðinu þannig það er mikil drulla og erfitt að komast um þarna á slóðanum. Þannig það var strax sent út öflugt viðbragð til þess að reyna að komast að þeim hratt og örugglega,“ segir Otti. Erfitt veður Það gekk vel að finna mennina og að komast að þeim. Þeir voru þokkalega vel búnir en veðrið í gær var alls ekki með þeim í liði. „Þeir voru bara þokkalega vel búnir og það var örugglega tuttugu til 25 metrar á sekúndu og úrhellisrigning allan daginn. Þannig það eru fá föt sem halda svoleiðis slagveðri í heilan dag uppi á fjalli,“ segir Otti. Fáir reyna að sjá eldgosið Gönguleiðin að Litla-Hrút er vinsæl leið og segir Otti það vera þónokkra umferð um svæðið. Færri freista þess að komast að eldgosinu sem er í gangi norðan við Grindavík. „Það er svona eitt og eitt dæmi en það er mjög lítið. Við höfum fengið mjög góðan frið gagnvart því. Það hefur ekki verið vandamál hingað til,“ segir Otti. „Ég held að það sýni því allir skilning að það er erfið staða í Grindavík og úthald viðbragðsaðila er ekki endalaust. Krafturinn hefur verið í og við Grindavík að sinna íbúum og aðstæðum þar. Fólk skilur það að þar þarf krafturinn að vera en ekki uppi á fjalli að skoða gosstöðvarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira