Uppgjör: Þór Þ. - Njarðvík 84-91 | Gestirnir tryggðu sér oddaleik Siggeir Ævarsson skrifar 22. apríl 2024 21:20 Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans tryggðu sér oddaleik. vísir/Diego Njarðvík sótti í kvöld sigur í Þorlákshöfn og tryggði sér þar með oddaleik um sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Þórsarar voru komnir í 2-1 í einvíginu eftir að hafa rænt heimavallarréttinum með sigri í Njarðvík í síðasta leik. Má segja ákveðið þema hafi verið ríkjandi í fyrstu þremur leikhlutunum. Þórsarar byrjuðu betur og Njarðvíkingar komu svo til baka. Svo koll af kolli. Þórsarar voru að skora mikið inni í teig í upphafi en Njarðvíkingar lentu í allskonar vandræðum varnarlega þegar Milka var að skipta á hindrunum og yfirgaf sinn akkerisstað í teignum. Góður lokasprettur gestanna þýddi þó að munurinn var aðeins eitt stig eftir fyrsta leikhluta, 22-21. Svipað var upp á teningnum í 2. leikhluta. Þórsarar byrjuðu betur og komust í 35-27 þegar Tómas Valur setti niður eitt víti eftir að hafa verið stoppaður ansi hressilega af Maciej á leið í hraðaupphlaup. Þá kom 9-0 áhlaup frá Njarðvík og var þar fremstur í flokki Veigar Páll Alexandersson sem setti niður ótrúlegan flautuþrist og Njarðvíkingar leiddu í hálfleik 39-41. Endurtekið efni svo í þriðja leikhluta, Þórsarar náðu upp smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og líkt og í leikhlutanum á undan lokaði Veigar Páll þessu með flautuþristi. Í fjórða leikhluti breyttist svo takturinn í leiknum. Njarðvíkingar fóru betur af stað og virtust ætla að keyra með leikinn í burtu en Þórsarar héngu í þeim svo að aldrei munaði nema um það bil einni sókn. Emil Karel kom Þórsurum svo yfir með mikilvægum þristi en Mario og Maciej svöruðu með sitthvorum þristinum og staðan orðin 71-76. Þó enn væru rúmar fjórar mínútur eftir þá var engu líkara en þessi sena sneri gæfunni á sveif með Njarðvíkingum. Þó Þórsarar hafi hreinlega neitað að henda inn handklæðinu þá fór það svo að Njarðvíkingar fögnuðu sigri, lokatölur 84-91. Tryggðu grænir gestirnir sér þar með oddaleik, á heimavelli, sem sker úr um hvort þessara liða fer alla leið í undanúrslit og hvort þeirra fer í langt og leiðinlegt sumarfrí. Atvik leiksins Atvik leiksins eru tvö en tilheyra bæði sama leikmanni. Veigar Páll setti tvo glæsilega flautuþrista í þessum leik sem hann mun eflaust spila nokkrum sinnum í hausnum þegar hann leggst á koddann í kvöld. Frábær innkoma hjá Veigari í kvöld sem kveikti í liðsfélögum hans með mikilli orku og áræðni. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Veigar Páll Alexandersson er stjarna kvöldsins. Tveir flautuþristar og 18 stig alls. Hann var einnig langefstur Njarðvíkinga í +/- dálknum, með +15. Næsti maður með +9 en það var Maciej Baginski. Hann kom einnig inn af bekknum og setti stóra þrista þegar á þurfti að halda. Mario Matasovic varð stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig og bætti við 13 fráköstum. Hjá heimamönnum var Tómas Valur Þrastarson stigahæstur með 19 stig og fór fyrir sóknarleik þeirra á löngum köflum. Skúrkur kvöldsins er Darwin Davis. Aðeins ellefu stig frá honum og núll stoðsendingar sem þykir í allra lægsta lagi fyrir leikstjórnanda. Hann beit svo höfuðið af skömminni með því að fá sína fimmtu villu undir lokin. Dómarar Dómararatríókvöldsins skipuðu þeir Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Jón Þór Eyþórsson. Þeir fengu ærið verkefni að halda þessum leik réttu megin við línuna en oft var ansi hart tekist á og villurnar voru margar hverjir fullorðins. Benedikt Guðmundsson var oft ansi pirraður á dómgæslunni og lét dómarana heyra það og uppskar aðvörun fyrir. Heilt yfir höfðu dómararnir þó ágætis tök á leiknum og ég held að bæði lið geti gengið sátt frá borði. Stemming og umgjörð Það var vor í lofti þegar blaðamaður renndi í hlað í Þorlákshöfn í kvöld en hann saknaði þess þó að finna grilllykt í loftinu við íþróttahúsið! Í hálfleik var þó vissulega tilkynnt að það væru borgarar í boði en það er bara meiri stemming þegar ilmurinn af grillinu fyllir húsið líka. Þorlákshafnarbúar mættu tímanlega í Icelandic Glacial höllina en voru engu að síður afskaplega prúðir í aðdraganda leiksins. Svolítið eins og þeir væru mættir á tónleika hjá Sinfónínuhljómsveitinni. Þeir hressust þó óðum þegar leikurinn hófst og þá fá Njarðvíkingar hrós fyrir stemminguna sín megin en þeir yfirgnæfðu Þórsara oft þó þeir væru mun færri. Viðtöl Tómas Valur: „Misstum fókus og hættum að spila vörn“ Tómas Valur ætlar sér sigur í einvíginuVísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson gerði sitt besta til að tryggja Þórsurum sigur í kvöld en 19 stig frá honum dugðu ekki til. „Við byrjuðum mjög vel og með góða orku en svo misstum við smá fókus og þá keyrðu þeir yfir okkur og héldu því út leikinn. Þar fannst mér munurinn liggja.“ Tómas taldi að andlega hliðin hefði farið með leikinn í kvöld, ekki sú líkamlega. „Ég myndi halda það. Skotin voru ekki að fara ofan í í dag og þá urðum við smá pirraðir, misstum fókus og hættum að spila vörn. Þá fóru þeir yfir okkur.“ Það er oddaleikur framundan og Tómas mun mæta klár í hann að eigin sögn. „Ég ætla að leggja mig 100 prósent fram í oddaleiknum og reyna að vinna hann. Við ætlum að vera allir á sömu blaðsíðunni og keyra yfir þá.“ Veigar Páll: „Ef það er að koma með orku þá geri ég það“ Veigar Páll Alexandersson átti skínandi innkomu af bekknum hjá Njarðvík í kvöld. Menn í fjölmiðlastúkunni voru farnir að tala um „Veigar Páls leikinn“, með greini, en Veigar hló nú bara að þeim titli. „Ég myndi nú ekki kalla hann það! Ég bara fann mig svolítið, fann mig í síðasta leik og fann mig í dag. Það er held ég það eina sem hægt er að segja.“ Orka sem Veigar kom inn með í kvöld virtist smita vel út frá sér. „Ég kom inn í þetta seint og er bara að reyna að koma inn á og gera það sem liðið þarf. Ef það er að koma með orku þá geri ég það.“ Á þessum tímapunkti leysist viðtalið upp í nett kæruleysi. Veigar var spurður um þátt Dwayne Lautier í ófáum æsingssenum undir lokin og það stóð ekki á svari. „Hann er náttúrulega frá London sko, hann er glerharður. Hann er þekktur fyrir þetta.“ Hann sagði það skýra kröfu að Ljónagryfjan yrði fullsetin á fimmtudag. „Algjörlega. Ég bara hvet alla Njarðvíkinga til að mæta. Alla!“ - Sagði Veigar og horfði beint í myndavélina. Þú lofar góðri skemmtun? „Ójá! 100 prósent“ Og Njarðvíkursigri? „Heldur betur!“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn
Njarðvík sótti í kvöld sigur í Þorlákshöfn og tryggði sér þar með oddaleik um sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Þórsarar voru komnir í 2-1 í einvíginu eftir að hafa rænt heimavallarréttinum með sigri í Njarðvík í síðasta leik. Má segja ákveðið þema hafi verið ríkjandi í fyrstu þremur leikhlutunum. Þórsarar byrjuðu betur og Njarðvíkingar komu svo til baka. Svo koll af kolli. Þórsarar voru að skora mikið inni í teig í upphafi en Njarðvíkingar lentu í allskonar vandræðum varnarlega þegar Milka var að skipta á hindrunum og yfirgaf sinn akkerisstað í teignum. Góður lokasprettur gestanna þýddi þó að munurinn var aðeins eitt stig eftir fyrsta leikhluta, 22-21. Svipað var upp á teningnum í 2. leikhluta. Þórsarar byrjuðu betur og komust í 35-27 þegar Tómas Valur setti niður eitt víti eftir að hafa verið stoppaður ansi hressilega af Maciej á leið í hraðaupphlaup. Þá kom 9-0 áhlaup frá Njarðvík og var þar fremstur í flokki Veigar Páll Alexandersson sem setti niður ótrúlegan flautuþrist og Njarðvíkingar leiddu í hálfleik 39-41. Endurtekið efni svo í þriðja leikhluta, Þórsarar náðu upp smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og líkt og í leikhlutanum á undan lokaði Veigar Páll þessu með flautuþristi. Í fjórða leikhluti breyttist svo takturinn í leiknum. Njarðvíkingar fóru betur af stað og virtust ætla að keyra með leikinn í burtu en Þórsarar héngu í þeim svo að aldrei munaði nema um það bil einni sókn. Emil Karel kom Þórsurum svo yfir með mikilvægum þristi en Mario og Maciej svöruðu með sitthvorum þristinum og staðan orðin 71-76. Þó enn væru rúmar fjórar mínútur eftir þá var engu líkara en þessi sena sneri gæfunni á sveif með Njarðvíkingum. Þó Þórsarar hafi hreinlega neitað að henda inn handklæðinu þá fór það svo að Njarðvíkingar fögnuðu sigri, lokatölur 84-91. Tryggðu grænir gestirnir sér þar með oddaleik, á heimavelli, sem sker úr um hvort þessara liða fer alla leið í undanúrslit og hvort þeirra fer í langt og leiðinlegt sumarfrí. Atvik leiksins Atvik leiksins eru tvö en tilheyra bæði sama leikmanni. Veigar Páll setti tvo glæsilega flautuþrista í þessum leik sem hann mun eflaust spila nokkrum sinnum í hausnum þegar hann leggst á koddann í kvöld. Frábær innkoma hjá Veigari í kvöld sem kveikti í liðsfélögum hans með mikilli orku og áræðni. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Veigar Páll Alexandersson er stjarna kvöldsins. Tveir flautuþristar og 18 stig alls. Hann var einnig langefstur Njarðvíkinga í +/- dálknum, með +15. Næsti maður með +9 en það var Maciej Baginski. Hann kom einnig inn af bekknum og setti stóra þrista þegar á þurfti að halda. Mario Matasovic varð stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig og bætti við 13 fráköstum. Hjá heimamönnum var Tómas Valur Þrastarson stigahæstur með 19 stig og fór fyrir sóknarleik þeirra á löngum köflum. Skúrkur kvöldsins er Darwin Davis. Aðeins ellefu stig frá honum og núll stoðsendingar sem þykir í allra lægsta lagi fyrir leikstjórnanda. Hann beit svo höfuðið af skömminni með því að fá sína fimmtu villu undir lokin. Dómarar Dómararatríókvöldsins skipuðu þeir Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Jón Þór Eyþórsson. Þeir fengu ærið verkefni að halda þessum leik réttu megin við línuna en oft var ansi hart tekist á og villurnar voru margar hverjir fullorðins. Benedikt Guðmundsson var oft ansi pirraður á dómgæslunni og lét dómarana heyra það og uppskar aðvörun fyrir. Heilt yfir höfðu dómararnir þó ágætis tök á leiknum og ég held að bæði lið geti gengið sátt frá borði. Stemming og umgjörð Það var vor í lofti þegar blaðamaður renndi í hlað í Þorlákshöfn í kvöld en hann saknaði þess þó að finna grilllykt í loftinu við íþróttahúsið! Í hálfleik var þó vissulega tilkynnt að það væru borgarar í boði en það er bara meiri stemming þegar ilmurinn af grillinu fyllir húsið líka. Þorlákshafnarbúar mættu tímanlega í Icelandic Glacial höllina en voru engu að síður afskaplega prúðir í aðdraganda leiksins. Svolítið eins og þeir væru mættir á tónleika hjá Sinfónínuhljómsveitinni. Þeir hressust þó óðum þegar leikurinn hófst og þá fá Njarðvíkingar hrós fyrir stemminguna sín megin en þeir yfirgnæfðu Þórsara oft þó þeir væru mun færri. Viðtöl Tómas Valur: „Misstum fókus og hættum að spila vörn“ Tómas Valur ætlar sér sigur í einvíginuVísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson gerði sitt besta til að tryggja Þórsurum sigur í kvöld en 19 stig frá honum dugðu ekki til. „Við byrjuðum mjög vel og með góða orku en svo misstum við smá fókus og þá keyrðu þeir yfir okkur og héldu því út leikinn. Þar fannst mér munurinn liggja.“ Tómas taldi að andlega hliðin hefði farið með leikinn í kvöld, ekki sú líkamlega. „Ég myndi halda það. Skotin voru ekki að fara ofan í í dag og þá urðum við smá pirraðir, misstum fókus og hættum að spila vörn. Þá fóru þeir yfir okkur.“ Það er oddaleikur framundan og Tómas mun mæta klár í hann að eigin sögn. „Ég ætla að leggja mig 100 prósent fram í oddaleiknum og reyna að vinna hann. Við ætlum að vera allir á sömu blaðsíðunni og keyra yfir þá.“ Veigar Páll: „Ef það er að koma með orku þá geri ég það“ Veigar Páll Alexandersson átti skínandi innkomu af bekknum hjá Njarðvík í kvöld. Menn í fjölmiðlastúkunni voru farnir að tala um „Veigar Páls leikinn“, með greini, en Veigar hló nú bara að þeim titli. „Ég myndi nú ekki kalla hann það! Ég bara fann mig svolítið, fann mig í síðasta leik og fann mig í dag. Það er held ég það eina sem hægt er að segja.“ Orka sem Veigar kom inn með í kvöld virtist smita vel út frá sér. „Ég kom inn í þetta seint og er bara að reyna að koma inn á og gera það sem liðið þarf. Ef það er að koma með orku þá geri ég það.“ Á þessum tímapunkti leysist viðtalið upp í nett kæruleysi. Veigar var spurður um þátt Dwayne Lautier í ófáum æsingssenum undir lokin og það stóð ekki á svari. „Hann er náttúrulega frá London sko, hann er glerharður. Hann er þekktur fyrir þetta.“ Hann sagði það skýra kröfu að Ljónagryfjan yrði fullsetin á fimmtudag. „Algjörlega. Ég bara hvet alla Njarðvíkinga til að mæta. Alla!“ - Sagði Veigar og horfði beint í myndavélina. Þú lofar góðri skemmtun? „Ójá! 100 prósent“ Og Njarðvíkursigri? „Heldur betur!“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti