Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 19:00 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir mætast í Pallborðinu í dag. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verða gestir Pallborðsins í dag, sem hefst klukkan 15. Katrín hefur mælst með mest fylgi í flestum skoðanakönnunum hingað til en í síðustu könnun Maskínu, sem unnin var fyrir Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna dagana 12. til 16. apríl, reyndist hún njóta stuðnings 32,4 prósent aðspurðra. Næstir á eftir voru Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Stuðningur við Höllu Tómasdóttur mældist 6,7 prósent og stuðingur við Steinunni Ólínu 1,8 prósent. Í nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið reyndist Katrín í öðru sæti á eftir Baldri Þórhallssyni með 23,8 prósent en Halla Tómasdóttir mældist með 5,8 prósent fylgi og Steinunn Ólína með 2,1 prósent. Þetta er í annað sinn sem Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta en hún varð önnur á eftir Guðna Th. Jóhannessyni, núverandi forseta, árið 2016. Hlaut hann 39,1 prósent atkvæða en Halla 27,9 prósent. Steinunn Ólína greindi frá því í lok mars að hún myndi sækjast eftir forsetaembættinu ef Katrín Jakobsdóttir færi fram. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki.“ Eftir að hún tilkynnti formlega um framboð sagði Steinunn það hins vegar ekki tengjast Katrínu. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 15. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Tengdar fréttir Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. 22. apríl 2024 13:16 Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. 22. apríl 2024 06:33 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verða gestir Pallborðsins í dag, sem hefst klukkan 15. Katrín hefur mælst með mest fylgi í flestum skoðanakönnunum hingað til en í síðustu könnun Maskínu, sem unnin var fyrir Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna dagana 12. til 16. apríl, reyndist hún njóta stuðnings 32,4 prósent aðspurðra. Næstir á eftir voru Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Stuðningur við Höllu Tómasdóttur mældist 6,7 prósent og stuðingur við Steinunni Ólínu 1,8 prósent. Í nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið reyndist Katrín í öðru sæti á eftir Baldri Þórhallssyni með 23,8 prósent en Halla Tómasdóttir mældist með 5,8 prósent fylgi og Steinunn Ólína með 2,1 prósent. Þetta er í annað sinn sem Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta en hún varð önnur á eftir Guðna Th. Jóhannessyni, núverandi forseta, árið 2016. Hlaut hann 39,1 prósent atkvæða en Halla 27,9 prósent. Steinunn Ólína greindi frá því í lok mars að hún myndi sækjast eftir forsetaembættinu ef Katrín Jakobsdóttir færi fram. „Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða. Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki.“ Eftir að hún tilkynnti formlega um framboð sagði Steinunn það hins vegar ekki tengjast Katrínu. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 15.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Tengdar fréttir Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. 22. apríl 2024 13:16 Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. 22. apríl 2024 06:33 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. 22. apríl 2024 13:16
Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. 22. apríl 2024 06:33
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10