Segja baráttuna bara rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 22:47 Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Vísir/Arnar Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. „Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“