Allt klárt fyrir tilraun við heimsmet í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 08:51 Hér má sjá rauðu línuna við 253,3 metra markið en bláa línan við 300 metra markið. Heimssögulegur viðburður er í uppsiglingu í rjómablíðu í Hlíðarfjalli á Akureyri nú í morgunsárið. Þar ætlar japanskur skíðastökkvari að slá heimsmetið í skíðastökki. Fylgst er með gangi mála í vaktinni. Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Skíðaíþróttir Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira