Ofbeldisbrotum fjölgar á sama tíma og lögreglumönnum fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 23:44 Halla Bergþóra segir fækkun lögreglumanna meðal annars koma niður á því hversu hratt mál eru afreidd. Vísir/Bjarni Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Lögreglustjóri kallar eftir breytingum. Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“ Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“
Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent