„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:56 Hildur Björnsdóttir skýtur föstum skotum á borgarstjóra. Vísir/Samsett Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira