Suzuki mun flytja inn í höll Björgólfs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2024 10:02 Húsið er sérlega glæsilegt. Vísir/Arnar Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði. Viðskiptablaðið greinir frá því að sendiráðið verði nýtt sem sendiherrabústaður. Sendiráðið sjálft er á efstu hæð byggingar að Laugavegi 182 sem oftast er kennd við Kauphöllina og kemur fram í umfjöllun blaðsins að sendiráðið verði þar áfram. Björgólfur eignaðist húsið árið 1994 með eiginkonu sinni heitinni Þóru Hallgrímsson. Húsið var skráð á Þóru þar til hún lést árið 2020. Hinn 83 ára athafnamaður hefur um margra ára skeið verið einn sá þekktasti hér á landi. Hann var formaður bankaráðs Landsbanka Íslands árin fyrir bankahrunið og var meðal annars stjórnarformaður og eigandi enska knattspyrnuliðsins West Ham. Árið 1993 stofnaði hann ásamt syni sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery í Rússlandi. Árið 2002 seldu þeir Heineken verksmiðjuna fyrir 400 milljónir króna. Ryotaro Suzuki er sendiherra Japan á Íslandi og hefur verið síðan árið 2021. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum. Þar hefur hann verið duglegur að greina frá störfum sínum og heimsóknum fyrir sendiráðið, auk þess sem hann hefur verið duglegur að lesa íslenskar bækur á íslensku og horfa á íslenskar myndir. Húsið eignuðust hjónin árið 1994. Vísir/Arnar Húsið hefur gjarnan verið kennt við höll í almennri umræðu. Vísir/Arnar Húsið hefur verið skráð á Björgólf síðan eiginkona hans lést fyrir fjórum árum. Vísir/Arnar Húsið verður sendiherrabústaður Japans. Vísir/Arnar Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Japan Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10. júlí 2021 10:17 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá því að sendiráðið verði nýtt sem sendiherrabústaður. Sendiráðið sjálft er á efstu hæð byggingar að Laugavegi 182 sem oftast er kennd við Kauphöllina og kemur fram í umfjöllun blaðsins að sendiráðið verði þar áfram. Björgólfur eignaðist húsið árið 1994 með eiginkonu sinni heitinni Þóru Hallgrímsson. Húsið var skráð á Þóru þar til hún lést árið 2020. Hinn 83 ára athafnamaður hefur um margra ára skeið verið einn sá þekktasti hér á landi. Hann var formaður bankaráðs Landsbanka Íslands árin fyrir bankahrunið og var meðal annars stjórnarformaður og eigandi enska knattspyrnuliðsins West Ham. Árið 1993 stofnaði hann ásamt syni sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni drykkjarvöruverksmiðjuna Bravo Brewery í Rússlandi. Árið 2002 seldu þeir Heineken verksmiðjuna fyrir 400 milljónir króna. Ryotaro Suzuki er sendiherra Japan á Íslandi og hefur verið síðan árið 2021. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum. Þar hefur hann verið duglegur að greina frá störfum sínum og heimsóknum fyrir sendiráðið, auk þess sem hann hefur verið duglegur að lesa íslenskar bækur á íslensku og horfa á íslenskar myndir. Húsið eignuðust hjónin árið 1994. Vísir/Arnar Húsið hefur gjarnan verið kennt við höll í almennri umræðu. Vísir/Arnar Húsið hefur verið skráð á Björgólf síðan eiginkona hans lést fyrir fjórum árum. Vísir/Arnar Húsið verður sendiherrabústaður Japans. Vísir/Arnar
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Japan Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10. júlí 2021 10:17 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Nýi sendiherrann sem slegið hefur í gegn á Twitter Nýr sendiherra Japans á Íslandi hefur vakið mikla lukku á Twitter fyrstu vikur sínar í embætti. Hann kveðst hæstánægður með viðtökur íslenskra fylgjenda sinna og hlakkar til komandi verkefna. 10. júlí 2021 10:17