Guðmundur Flóki varð Evrópumeistari ungmenna í mínus 68 kílóa flokki en Leo Anthony varð Evrópumeistari í karlaflokki í mínus 68 kílóa flokki.
Guðmundur Flóki er fimmtán ára Vesturbæingur sem er nemi í Hagaskóla. Guðmundur Flóki hefur verið að safna að sér verðlaunum en hann varð meðal annars Norðurlandameistari á dögunum auk þess að verða Íslandsmeistari í sínum flokki.
Guðmundur Flóki vann Kýpverja 2-1 í undanúrslitunum og Svartfelling 2-1 í úrslitaleiknum.
Leo Anthony er 23 ára gamall og ríkjandi taekwondomaður ársins. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og er margfaldur Íslands og Norðurlandameistari. Leo flutti til Manchester í byrjun árs 2022 til að æfa með þeim bestu.

Leo Anthony vann Kósóva 2-0 og keppenda frá San Marinó 2-0 á leið sinni að gullinu.
Næst á dagskrá hjá Guðmundi Flóka og Leo Anthony er síðan að keppa á President Cup, Forsetabikarnum, sem er líka í Tallinn 26. til 28. apríl. Ingibjörg Erla Grétarsdóttir keppir líka á því móti. Ingibjörg var meidd og keppti því miður ekki á þessu móti.
Ingibjörg Erla var kosin taekwondokona síðasta árs en hún er að berjast fyrir sæti á Ólympíuleikunum í París og er í Ólympíuhópi ÍSÍ. Hún er 29 ára og æfir með Björk.