Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2024 08:00 Sverrir Þór er talinn spila lykilhlutverk þegar kemur að kókaíninnflutningi til Evrópu. Vísir „Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi. Þeir sem þekkja til í undirheimunum telja fullvíst að þrátt fyrir yfirvofandi fangelsisdóm sé Sverrir Þór ekki búinn að segja sitt síðasta í fíkniefnaheiminum. Hann sé líklegur til að halda áfram að stýra fíkniefnaviðskiptum upp á tugmilljarða króna á ári. Brasilískur heimildarmaður sem hefur áratuga reynslu af undirheimum þar í landi segir Sverri aldrei í sterkari stöðu en einmitt þegar hann er lokaður inni í brasilísku fangelsi umkringdur sínum mönnum. Þetta kemur fram í lokaþætti þáttaraðarinnar Íslensk sakamál sem er í umsjón Sigursteins Mássonar og sýnd í Sjónvarpi Símans. Þar er ótrúleg saga Sverris Þórs rakin og farið nánar ofan í saumana á því hvernig hann hefur á undanförnum áratugum komið sér í gífurlega sterka stöðu á alþjóðlegum fíkniefnamarkaði, byggt upp samstarf við stærstu glæpahópa veraldar- og mögulega eina stærstu mafíu í heimi. Bíður enn dóms Vísir hefur fjallað töluvert um Sverri Þór undanfarin misseri. Hann hefur lengi verið bendlaður við fíkniefnamál hér á landi sem teygja anga sína til Evrópu og Suður- Ameríku. Hann hefur verið til rannsóknar hjá alríkislögreglunni í Santa Carina-ríki undanfarin þrjú ár og er lögreglan ytra sögð búa yfir miklu magni af upplýsingum varðandi fíkniefnaviðskipti hans undanfarin þrettán ár. Íslenskir og brasilískir fjölmiðlar greindu frá því í apríl á seinasta ári að Sverrir Þór hefði verið handtekinn á heimili sínu í Rio de Janeiro í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar kom fram að aðgerðirnar hefðu snúið að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum og væru grunuð um að stunda víðtæka brotastarfsemi i Brasilíu. Í samtali við Vísi staðfesti Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn að íslenska lögreglan hefði verið í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma. Áhyggjur hafi verið af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu og Íslands undanfarin ár sem talið er hafa verið streymt af hópi tengdum Íslendingi. Vegna þessa voru nokkrir íslenskir lögreglumenn staddir ytra þegar blásið var til aðgerða. Ákærur gegn Sverri Þór og fimmtíu öðrum einstaklingum voru lagðar fram í júlí á síðasta ári. Þær ákærur hafa enn ekki verið teknar fyrir hjá dómstól í Santa Catarina ríki. Talinn stunda fíkniefnaviðskipti innan múranna Á meðal þeirra sem rætt er við í Íslenskum sakamálum er rannsóknarblaðamaðurinn Ben Hur sem starfar hjá sjónvarpstöðinni Globo í Brasilíu og hefur fjallað mikið um skipulagða glæpastarfsemi þar í landi. Hann var á meðal fyrstu fréttamanna á vettvang þegar Sverrir Þór var handtekinn í tengslum við Match Point lögregluaðgerðirnar þann 12. apríl á seinasta ári. Líkt og áður hefur verið greint frá var Sverrir Þór meðal annars vistaður í Milton Dias Moreira fangelsinu eftir handtökuna. Að sögn Ben er umrætt fangelsi ekki öryggisfangelsi; það er lítið sem ekkert eftirlit með smyglvarningi og fangar geta auðveldlega lifað nokkuð þægilegu lífi innan múranna. Það sem af er ári hafa tæplega sjö þúsund farsímar verið gerðir upptækir í fangelsinu. „Og ég held að það sé mjög slæmt þegar um er að ræða mann eins og Sverri. Hann þarf að vera á stað þar sem hann á enga möguleika á samskiptum við umheiminn,“ segir Ben og bætir við á öðrum stað að hann geti vel trúað því að Sverrir sé á fullu að stýra fíkniefnaviðskiptum jafnvel þó hann sé bak við lás og slá. Í þættinum er einnig rætt við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón sem tekur undir orð blaðamannsins Ben Hur. Líkt og Karl Steinar bendir á eiga fangar í Brasilíu mun greiðara með að kaupa sér fríðindi og friðhelgi innan fangelsismúranna, heldur en almennt þekkist í Evrópu. „Ef þú átt peninga þá geturu í raun haft þetta bara eins og þú vilt,“ segir Karl Steinar. „Ég verð að viðurkenna að þegar ég heyrði þetta fyrst þá eiginlega trúði ég þessu ekki. Þetta er svo gjörólíkt því sem við þekkjum.“ Það sama segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu- félags fanga sem einnig er rætt við í þætti Íslenskra sakamála. Guðmundur Ingi þekkir vel til Sverris Þórs og viðskiptahátta hans. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra er einn af viðmælendum í lokaþættinum af Íslenskum sakamálum.Vísir/Vilhelm „Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé ennþá að stjórna sendingum til Íslands, eða annað.“ Saltdreifaramálið og Stóra kókaínmálið Í þættinum er jafnframt rakið hvernig Sverrir Þór hefur á undanförnum árum komið sér í afar sterka stöðu gagnvart Comando Vermelho samtökunum- einu af þremur stærstu glæpagengjum Brasilíu, en hin tvö eru Primeiro Comando da Capital (PCC) og Família do Norte. Heimildamenn blaðamannsins Ben Hur innan brasilísku lögreglunnar fullyrða að Sverrir Þór spili lykilhlutverk þegar kemur að fíkniefnainnflutningi til Evrópu en líkt og fram kemur í þættinum er talið að um 80 prósent af öllu kókaíni sem smyglað er til Evrópu fari í gegnum net ítölsku mafíunnar; Ndrangheta. Verðið á íslenska fíknefnamarkaðnum er tvöfalt, jafnvel þrefalt hærra en annarsstaðar í Evrópu. Ísland er þó einungis talið vera lítill hluti, innan við 20 prósent, af fíkniefnaviðskiptum Sverris Þórs í álfunni. „Það undrar mann stundum þegar maður er að sjá allavega eins og umfangið virðist vera eins og ég segi að hann skuli bara nenna að hafa Ísland með inni í þessu. En það markast líklega af verðinu,“ segir Karl Steinar í þættinum. Líkt og Vísir hefur greint frá, og einnig kemur fram í þætti Íslenskra sakamála, hefur nafn Sverris Þórs verið nefnt í tengslum við tvö stærstu fíkniefnamál sem hafa komið upp hér á landi undanfarin þrjú ár; annarsvegar stóra kókaínmálið og hins vegar saltdreifaramálið. Athygli vekur að þeir sem unnið hafa fyrir Sverri Þór nefna hann nær aldrei á nafn í yfirheyrslum eða fyrir dómi. Þannig leikur lítill vafi á því að hann sé raunverulega á bak við fleiri fíkniefnamál en hann hefur opinberlega verið tengdur við. Í umræddum þætti af Íslenskum sakamálum er varpað fram þeirri spurningu hvað taki nú við hjá Sverri Þór. Aðspurður segir Ben Hur telur að mál Sverris geti farið á ýmsa vegu en líklega sé hann að horfa fram á nokkuð langan fangelsisdóm og verði þá sennilega gert að afplána einn þriðja af dómnum. Þá segir Guðmundur Ingi að þrátt fyrir mikla spillingu í Brasilíu sé ólíklegt að Sverrir Þór verði látinn laus fyrr. Hugsanlega muni hann fá að búa fyrir utan fangelsið og afplána dóminn þannig. Það sé heldur ekki útilokað að hann verði sýknaður. „Hann er að fara í gegnum mjög erfiðan tíma held ég. Það verður að koma í ljós.“ Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 7. janúar 2024 09:01 Barnsmóðir Svedda tannar einnig handtekin Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, sagðist vera tónlistarmaður að atvinnu þegar hann var yfirheyrður af lögreglu þann 12. apríl síðastliðinn. Hann er sem stendur vistaður í alræmdu gæsluvarðhaldsfangelsi í útjaðri Rio de Janeiro í Brasilíu. 17. júlí 2023 07:02 Sveddi tönn ákærður í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Þann 3. júlí síðastliðinn var fyrirtaka í málinu hjá dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. 11. júlí 2023 12:20 Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 15. júní 2023 08:00 Framsal ekki mögulegt í tilfelli Svedda tannar Sverrir Þór Gunnarsson hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum brasilísku alríkislögreglunnar í tengslum við umfangsmikla sakamálarannsókn þar í landi. Sem stendur er hann vistaður í fangelsi í Rio de Janeiro. Ekki kemur til greina að framselja Svedda til Íslands. 22. maí 2023 10:37 Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. 21. apríl 2023 07:01 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þeir sem þekkja til í undirheimunum telja fullvíst að þrátt fyrir yfirvofandi fangelsisdóm sé Sverrir Þór ekki búinn að segja sitt síðasta í fíkniefnaheiminum. Hann sé líklegur til að halda áfram að stýra fíkniefnaviðskiptum upp á tugmilljarða króna á ári. Brasilískur heimildarmaður sem hefur áratuga reynslu af undirheimum þar í landi segir Sverri aldrei í sterkari stöðu en einmitt þegar hann er lokaður inni í brasilísku fangelsi umkringdur sínum mönnum. Þetta kemur fram í lokaþætti þáttaraðarinnar Íslensk sakamál sem er í umsjón Sigursteins Mássonar og sýnd í Sjónvarpi Símans. Þar er ótrúleg saga Sverris Þórs rakin og farið nánar ofan í saumana á því hvernig hann hefur á undanförnum áratugum komið sér í gífurlega sterka stöðu á alþjóðlegum fíkniefnamarkaði, byggt upp samstarf við stærstu glæpahópa veraldar- og mögulega eina stærstu mafíu í heimi. Bíður enn dóms Vísir hefur fjallað töluvert um Sverri Þór undanfarin misseri. Hann hefur lengi verið bendlaður við fíkniefnamál hér á landi sem teygja anga sína til Evrópu og Suður- Ameríku. Hann hefur verið til rannsóknar hjá alríkislögreglunni í Santa Carina-ríki undanfarin þrjú ár og er lögreglan ytra sögð búa yfir miklu magni af upplýsingum varðandi fíkniefnaviðskipti hans undanfarin þrettán ár. Íslenskir og brasilískir fjölmiðlar greindu frá því í apríl á seinasta ári að Sverrir Þór hefði verið handtekinn á heimili sínu í Rio de Janeiro í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Í tilkynningu brasilísku alríkislögreglunnar kom fram að aðgerðirnar hefðu snúið að því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum og væru grunuð um að stunda víðtæka brotastarfsemi i Brasilíu. Í samtali við Vísi staðfesti Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn að íslenska lögreglan hefði verið í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma. Áhyggjur hafi verið af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu og Íslands undanfarin ár sem talið er hafa verið streymt af hópi tengdum Íslendingi. Vegna þessa voru nokkrir íslenskir lögreglumenn staddir ytra þegar blásið var til aðgerða. Ákærur gegn Sverri Þór og fimmtíu öðrum einstaklingum voru lagðar fram í júlí á síðasta ári. Þær ákærur hafa enn ekki verið teknar fyrir hjá dómstól í Santa Catarina ríki. Talinn stunda fíkniefnaviðskipti innan múranna Á meðal þeirra sem rætt er við í Íslenskum sakamálum er rannsóknarblaðamaðurinn Ben Hur sem starfar hjá sjónvarpstöðinni Globo í Brasilíu og hefur fjallað mikið um skipulagða glæpastarfsemi þar í landi. Hann var á meðal fyrstu fréttamanna á vettvang þegar Sverrir Þór var handtekinn í tengslum við Match Point lögregluaðgerðirnar þann 12. apríl á seinasta ári. Líkt og áður hefur verið greint frá var Sverrir Þór meðal annars vistaður í Milton Dias Moreira fangelsinu eftir handtökuna. Að sögn Ben er umrætt fangelsi ekki öryggisfangelsi; það er lítið sem ekkert eftirlit með smyglvarningi og fangar geta auðveldlega lifað nokkuð þægilegu lífi innan múranna. Það sem af er ári hafa tæplega sjö þúsund farsímar verið gerðir upptækir í fangelsinu. „Og ég held að það sé mjög slæmt þegar um er að ræða mann eins og Sverri. Hann þarf að vera á stað þar sem hann á enga möguleika á samskiptum við umheiminn,“ segir Ben og bætir við á öðrum stað að hann geti vel trúað því að Sverrir sé á fullu að stýra fíkniefnaviðskiptum jafnvel þó hann sé bak við lás og slá. Í þættinum er einnig rætt við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón sem tekur undir orð blaðamannsins Ben Hur. Líkt og Karl Steinar bendir á eiga fangar í Brasilíu mun greiðara með að kaupa sér fríðindi og friðhelgi innan fangelsismúranna, heldur en almennt þekkist í Evrópu. „Ef þú átt peninga þá geturu í raun haft þetta bara eins og þú vilt,“ segir Karl Steinar. „Ég verð að viðurkenna að þegar ég heyrði þetta fyrst þá eiginlega trúði ég þessu ekki. Þetta er svo gjörólíkt því sem við þekkjum.“ Það sama segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu- félags fanga sem einnig er rætt við í þætti Íslenskra sakamála. Guðmundur Ingi þekkir vel til Sverris Þórs og viðskiptahátta hans. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra er einn af viðmælendum í lokaþættinum af Íslenskum sakamálum.Vísir/Vilhelm „Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé ennþá að stjórna sendingum til Íslands, eða annað.“ Saltdreifaramálið og Stóra kókaínmálið Í þættinum er jafnframt rakið hvernig Sverrir Þór hefur á undanförnum árum komið sér í afar sterka stöðu gagnvart Comando Vermelho samtökunum- einu af þremur stærstu glæpagengjum Brasilíu, en hin tvö eru Primeiro Comando da Capital (PCC) og Família do Norte. Heimildamenn blaðamannsins Ben Hur innan brasilísku lögreglunnar fullyrða að Sverrir Þór spili lykilhlutverk þegar kemur að fíkniefnainnflutningi til Evrópu en líkt og fram kemur í þættinum er talið að um 80 prósent af öllu kókaíni sem smyglað er til Evrópu fari í gegnum net ítölsku mafíunnar; Ndrangheta. Verðið á íslenska fíknefnamarkaðnum er tvöfalt, jafnvel þrefalt hærra en annarsstaðar í Evrópu. Ísland er þó einungis talið vera lítill hluti, innan við 20 prósent, af fíkniefnaviðskiptum Sverris Þórs í álfunni. „Það undrar mann stundum þegar maður er að sjá allavega eins og umfangið virðist vera eins og ég segi að hann skuli bara nenna að hafa Ísland með inni í þessu. En það markast líklega af verðinu,“ segir Karl Steinar í þættinum. Líkt og Vísir hefur greint frá, og einnig kemur fram í þætti Íslenskra sakamála, hefur nafn Sverris Þórs verið nefnt í tengslum við tvö stærstu fíkniefnamál sem hafa komið upp hér á landi undanfarin þrjú ár; annarsvegar stóra kókaínmálið og hins vegar saltdreifaramálið. Athygli vekur að þeir sem unnið hafa fyrir Sverri Þór nefna hann nær aldrei á nafn í yfirheyrslum eða fyrir dómi. Þannig leikur lítill vafi á því að hann sé raunverulega á bak við fleiri fíkniefnamál en hann hefur opinberlega verið tengdur við. Í umræddum þætti af Íslenskum sakamálum er varpað fram þeirri spurningu hvað taki nú við hjá Sverri Þór. Aðspurður segir Ben Hur telur að mál Sverris geti farið á ýmsa vegu en líklega sé hann að horfa fram á nokkuð langan fangelsisdóm og verði þá sennilega gert að afplána einn þriðja af dómnum. Þá segir Guðmundur Ingi að þrátt fyrir mikla spillingu í Brasilíu sé ólíklegt að Sverrir Þór verði látinn laus fyrr. Hugsanlega muni hann fá að búa fyrir utan fangelsið og afplána dóminn þannig. Það sé heldur ekki útilokað að hann verði sýknaður. „Hann er að fara í gegnum mjög erfiðan tíma held ég. Það verður að koma í ljós.“
Sveddi tönn handtekinn Brasilía Fíkniefnabrot Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 7. janúar 2024 09:01 Barnsmóðir Svedda tannar einnig handtekin Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, sagðist vera tónlistarmaður að atvinnu þegar hann var yfirheyrður af lögreglu þann 12. apríl síðastliðinn. Hann er sem stendur vistaður í alræmdu gæsluvarðhaldsfangelsi í útjaðri Rio de Janeiro í Brasilíu. 17. júlí 2023 07:02 Sveddi tönn ákærður í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Þann 3. júlí síðastliðinn var fyrirtaka í málinu hjá dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. 11. júlí 2023 12:20 Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 15. júní 2023 08:00 Framsal ekki mögulegt í tilfelli Svedda tannar Sverrir Þór Gunnarsson hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum brasilísku alríkislögreglunnar í tengslum við umfangsmikla sakamálarannsókn þar í landi. Sem stendur er hann vistaður í fangelsi í Rio de Janeiro. Ekki kemur til greina að framselja Svedda til Íslands. 22. maí 2023 10:37 Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. 21. apríl 2023 07:01 Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sverrir Þór dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi Tönn hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómur féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sverrir Þór var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar. 7. janúar 2024 09:01
Barnsmóðir Svedda tannar einnig handtekin Sverrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, sagðist vera tónlistarmaður að atvinnu þegar hann var yfirheyrður af lögreglu þann 12. apríl síðastliðinn. Hann er sem stendur vistaður í alræmdu gæsluvarðhaldsfangelsi í útjaðri Rio de Janeiro í Brasilíu. 17. júlí 2023 07:02
Sveddi tönn ákærður í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Þann 3. júlí síðastliðinn var fyrirtaka í málinu hjá dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. 11. júlí 2023 12:20
Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Páll Jónsson, tæplega sjötugur timbursali sem hlaut nýverið tíu ára fangelsisdóm fyrir stærsta kókaínmál Íslandssögunnar, segist sjá ólýsanlega eftir þeirri ákvörðun sinni að flytja inn fíkniefni. Hann segir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann sé við það að gefast upp. Þá gagnrýnir hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og telur spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Hann telur sig jafnframt vita hver kom lögreglu á sporið. 15. júní 2023 08:00
Framsal ekki mögulegt í tilfelli Svedda tannar Sverrir Þór Gunnarsson hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum brasilísku alríkislögreglunnar í tengslum við umfangsmikla sakamálarannsókn þar í landi. Sem stendur er hann vistaður í fangelsi í Rio de Janeiro. Ekki kemur til greina að framselja Svedda til Íslands. 22. maí 2023 10:37
Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón „Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann. 21. apríl 2023 07:01
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12