Lífið

Varð móðir sex­tán ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarkey er nýr ráðherra.
Bjarkey er nýr ráðherra.

Hún elskar Manchester United, finnst Sigmundur Davíð skemmtilegastur á þingi og lofar að hún myndi halda áfram að elska börnin sín þótt þau kysu Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í morgunspjalli Sindra Sindrasonar og Bjarkeyjar Olsen í Íslandi í dag í vikunni. Hún er ný í ríkisstjórn Íslands og er í dag matvælaráðherra. Hún býr í Háaleitinu í Reykjavík og tók þar á móti Sindra. Hún er Ólafsfirðingur í grunninn en bjó lengst af á Siglufirði.

Bjarkey eignaðist sitt fyrsta barn tæplega sautján ára en á í dag þrjú börn.

„Það var ekki skellur þegar ég komst að því að ég væri ólétt svona ung. Ég taldi mig bara vera undir þetta búin og fannst þetta bara mjög skemmtilegt,“ segir Bjarkey.

Bjarkey hefur rekið ýmis fyrirtæki með núverandi eiginmanni sínum en til að mynda framleiddu þau segulbandsspólur á sínum tíma og einnig hafa þau rekið veitingastað á Ólafsfirði. Svo endurgerðu þau gamla Pósthúsið á Ólafsfirði og gerðu úr því gistiheimili.

„Við höfum alveg brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina,“ segir Bjarkey en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.