Eigendur eignarinnar eru hjónin Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo og Freyr Pálsson sérfræðingur hjá Vegagerðinni.
Skandinavískt og sjarmerandi
Eignin hefur verið endurnýjuð á einstakan máta þar sem ekkert var til sparað. Í eldhúsi eru nýlegar sérsmíðaðar innréttingar með marmara á borðum, og upp á vegg. Á gólfum er gegheilt fiskibeinaparket sem setur heimilinu skandinavískt yfirbragð.
Þá voru hurðarop breikkuð og settar nýjar hurðir með hurðarhúnum eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen, svo fátt eitt sé nefnt. Á allri aðalhæðinni eru franskir gluggar sem setja sjarmerandi svip á eignina.







Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í stigahús með góðum palli, fjögur svefnherbergi, stofu, eldhús og borðstofu í einu rými, tvö baðherbergi, svefnherbergisgang, vinnurými og sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi í kjallara hússins. Þá er bílskúr er við vesturhlið hússins með geymslu inn af og sér bílastæði.