Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. apríl 2024 16:52 Björk Guðmundsdóttir hefur áður gagnrýnt sjókvíeldi við strendur Íslands og einnig gert um það lag með frægri spænskri poppstjörnu. Getty Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. Í frumvarpi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram er kveðið á um að rekstrarleyfi til lagareldis verði ótímabundin. Hingað til hafa leyfin verið tímabundinn til 16 ára í senn með möguleika á framlengingu. „Viljum við gefa auðmönnum firðina okkar?“ spyr Björk sig og fylgjendur sína. „Ef ekki skrifið undir.“ viljum við gefa auðmönnum firðina okkar ? ef ekki skrifið undir Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta…— björk (@bjork) April 27, 2024 „Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta lagaramma um fiskeldi með aukinni áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd,“ skrifar Björk. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir hins vegar að frumvarpið vinni gegn þessum hagsmunum,“ bætir Björk við og vísar til viðtals Ríkisútvarpsins við Jón Kaldal. Rúmlega sextán hundruð manns hafa sett nafn sitt á lista Steinunnar Ólínu. Með söfnuninni er ætlunin að skora á Alþingi að hafna frumvarpinu sem undirskrifuð segja að „heimili mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti “ og „hafi hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“ Björk hefur áður lýst yfir mótstöðu sinni við sjókvíeldi og gaf meðal annars út lag í fyrra sem heitir Oral með spænsku poppstjörnunni Rosalíu sem fjallar um það. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Björk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Í frumvarpi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram er kveðið á um að rekstrarleyfi til lagareldis verði ótímabundin. Hingað til hafa leyfin verið tímabundinn til 16 ára í senn með möguleika á framlengingu. „Viljum við gefa auðmönnum firðina okkar?“ spyr Björk sig og fylgjendur sína. „Ef ekki skrifið undir.“ viljum við gefa auðmönnum firðina okkar ? ef ekki skrifið undir Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta…— björk (@bjork) April 27, 2024 „Matvælaráðherra mælti á Alþingi í vikunni fyrir nýju frumvarpi um lagareldi þar sem gert er ráð fyrir að rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja í íslenskum fjörðum verði ótímabundið. Markmiðið er sagt eiga að bæta lagaramma um fiskeldi með aukinni áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd,“ skrifar Björk. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir hins vegar að frumvarpið vinni gegn þessum hagsmunum,“ bætir Björk við og vísar til viðtals Ríkisútvarpsins við Jón Kaldal. Rúmlega sextán hundruð manns hafa sett nafn sitt á lista Steinunnar Ólínu. Með söfnuninni er ætlunin að skora á Alþingi að hafna frumvarpinu sem undirskrifuð segja að „heimili mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti “ og „hafi hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“ Björk hefur áður lýst yfir mótstöðu sinni við sjókvíeldi og gaf meðal annars út lag í fyrra sem heitir Oral með spænsku poppstjörnunni Rosalíu sem fjallar um það.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Umhverfismál Björk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira