Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 17:53 María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttakona hjá Ríkisútvarpinu. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira