Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 17:53 María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttakona hjá Ríkisútvarpinu. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira