Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 23:27 Baldur Héðinsson er stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum. Vísir Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira