Samtal tísku, arkitektúrs, tónlistar og viðskipta kom saman í eitt á þessum viðburði þar sem framúrstefnulegum hugmyndum og fatahönnun var fagnað.
Var um að ræða lifandi gjörning og sýningu með fyrirsætum ásamt tónlistaratriði frá píanóleikaranum Gabríel Ólafs.
Listrænn stjórnandi og framleiðandi var Anna Clausen og fatahönnuðirnir voru Arason, Atli Geir Alfreðsson, Ása Bríet Brattaberg, Bosk, Karítas Spano, Tekla Sól og Thora Stefánsdottir.
Margt var um manninn og andrúmsloftið fylltist af listrænni gleði. Hér má sjá vel valdar myndir frá viðburðinum:
































