Lítilsvirðing gagnvart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 23:27 „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga. Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Innslag Maríu í fréttaskýringarþáttinn Kveik fór ekki í loftið. Þar að auki er hún ekki lengur hluti af ritstjórnarteymi þáttanna. Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu RÚV hefur fullyrt að engin annarleg sjónarmið búi að baki ákvörðuninni að sýna ekki innslag Maríu. Að hans sögn var innslagið ekki tilbúið til sýningar. María hefur sjálf gefið lítið fyrir þær skýringar og sagst hafa skilað uppkasti með góðum fyrirvara. Í færslu sem Sigríður Dögg birtir á Facebook síðu sinni minnist hún á könnun sem Blaðamannafélagið gerði fyrir síðustu kjaraviðræður. Niðurstöður könnunarinnar bentu til þess að konur innan blaðamannastéttarinnar upplifðu mun meira álag í starfi en karlar og óttast í miklu meira mæli um starfsöryggi sitt. Þá segir Sigríður að alþjóðlegar rannsóknir sýni að kvenkyns blaðamenn verða fyrir meira áreiti tengdu starfi þeirra en karlkyns kollegar. Þá hljóti þær síður stöðuhækkun og laun þeirra séu víðast lægri. „Ríkisútvarpið á ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum, miðað við þá upplifun sem María Sigrún Hilmarsdóttir hefur lýst opinberlega síðustu daga. Þá skiptir engu máli hver ástæðan fyrir ágreiningnum er. Ekki aðeins er RÚV stærsti fjölmiðill landsins, heldur er hann í ríkiseigu, og á að vera til fyrirmyndar - og lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast, hvorki þar né annars staðar,“ segir í færslu Sigríðar. „Þó svo að jafnrétti mælist mest hér af öllum löndum er því miður staðan enn þannig að víða hallar enn á konur - og ekki síst í fjölmiðlum. Karlar stýra enn flestum fjölmiðlum landsins og á ríkismiðlinum eru karlar í nær öllum stjórnunarstöðum,“ bætir hún við. „Við, sem samfélag, megum aldrei hætta að benda á það sem gera má betur. RÚV - gerið betur.“ Uppfært klukkan 23:57. Sigríður Dögg hefur bætt við færslu sína að hún þekki Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, einungis af góðu einu, og hún segist vita að hann sé vandaður og heiðarlegur fagmaður. Ingólfur á að hafa sagt eitthvað á þá leið að hæfileikar Maríu lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku, en hún væri frábær fréttalesari. „Allar vangaveltur í fjölmiðlum um að umfjöllun Maríu Sigrúnar hafi verið tekin úr birtingu af einhverjum annarlegum hvötum standast enga skoðun. Ritstjórar ritstýra - og það kemur oft fyrir að ritstjóri metur umfjöllun þannig að hana þurfi að vinna meira. Það er leitt að sjá andstæðinga RÚV stökkva á tækifærið til að grafa undan fréttastofunni og þeim sem þar vinna, sem ég veit af eigin raun að gera það af heiðarleika og metnaði,“ segir í uppfærðri færslu Sigríðar.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53 Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 27. apríl 2024 17:53
Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 28. apríl 2024 13:56