Heimta hundrað milljóna króna tryggingu Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 15:19 Sýslumaður krefst hundrað milljóna króna í tryggingu eigi hún að taka lögbannskröfu skjólstæðings Katrínar Oddsdóttur fyrir. Katrín segir þetta fyrirsjáanlegt af hálfu kerfisins, þar dansi allir eftir pípu þeirra fiskeldismanna. vísir Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka. Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“ Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“
Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51