Heimta hundrað milljóna króna tryggingu Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 15:19 Sýslumaður krefst hundrað milljóna króna í tryggingu eigi hún að taka lögbannskröfu skjólstæðings Katrínar Oddsdóttur fyrir. Katrín segir þetta fyrirsjáanlegt af hálfu kerfisins, þar dansi allir eftir pípu þeirra fiskeldismanna. vísir Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka. Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“ Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“
Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51