Dagskrá og streymi er að finna hér að neðan. Á vefsíðu ASÍ má nálgast dagskrá hátíðarhalda víðar um land.
Dagskrá:
- Safnast saman á Skólavörðuholti kl. 13:00
- Kröfugangan leggur af stað klukkan 13:30. Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi.
- Útifundur á Ingólfstorgi Kl. 14:00. Fundarstjóri er Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar.
- Ræðu flytja Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.
- Bríet og Úlfur Úlfur flytja tónlist og í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk.