„Það er búið að „laga” hurðarhún í Þinghúsinu. Nútíminn er trunta,“ skrifar Sigmundur Davíð á samfélagsmiðlum í færslu sem hefur fengið þó nokkur viðbrögð. Og flest allir virðast sammála Sigmundi, sem gerist ekki alltaf.
Það er búið að „laga” hurðarhún í Þinghúsinu.
— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 30, 2024
Nútíminn er trunta. pic.twitter.com/1QsNWMQqcz
„Sorglegt“, „eins og í fangelsi“ og „hrá og kubbsleg hönnun“ segja fylgjendur Sigmundar.
Sigmundur hefur lengi hampað eldri stíl í arkítektúr og uppbyggingu. Það gerði hann líka í gær þar sem hann benti á nýbyggingar í Hollandi. Þá hefur hann farið fögrum orðum um miðbæ Selfoss, sem er byggður á gömlum sögufrægum húsum.
Sjáið hvað hægt er að gera ef menn festa sig ekki í kreddum og leyfa heilbrigðri skynsemi að njóta sín.
— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 30, 2024
(Nýbyggingar í Hoogeveen í Hollandi) pic.twitter.com/RnfsSqj24c
Þetta er auk þess ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur agnúast út í breytingar á húsnæði Alþingis. Í febrúar fór fréttastofa með Sigmundi í skoðunarferð um Smiðju, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar sem Sigmundur hafði eitt og annað til að setja út á.