„Okkur fannst tilvalið að nýta þessi tímamót til að breyta útliti vörumerkisins og eins skerpa á gildum okkar og áherslum. Ég er ótrúlega spennt fyrir næstu skrefum Nola þar sem við ætlum að taka vöruúrval okkar og þjónustu upp á næsta stig,“ segir Karin Kristjana Hindborg eigandi Nola.
Að sögn Karinar er hugtakið cruelty free í stöðugri þróun í heiminum þar sem fólk er orðið meðvitaðra í kaupum sínum á snyrtivörum. Í stuttu máli þýðir cruelty-free að vörur séu ekki prófaðar á dýrum.
Meðal gesta voru Helgi Ómarsson, Erna Hrund Hermannsdóttir, Marín Manda Magnúsdóttir og Eva Matthíasdóttir.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir sem ljósmyndarinn Sunna Ben tók á viðburðinum.


















