Búinn að skila inn undirskriftum eftir „óvenjulegan“ frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 11:57 Viktor Traustason telur sig hafa náð lágmarksundirskriftum. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors. Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag. Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag.
Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20
„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04