Afkoma borgarinnar versnar um níu milljarða króna milli ára Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 14:47 EInar Þorsteinsson er borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,4 milljarða króna í fyrra samanborið við sex milljarða króna hagnað árið 2022. Afkoma A-hluta batnar þó um tæplega ellefu milljarða á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að rekstrarniðurstaða A-hluta sýni að langtímaáætlanir um viðsnúning í rekstri standast þrátt fyrir erfitt efnahagslegt umhverfi og aukinn þrýsting á innviði. Þjónusta við málaflokk fatlaðs fólks sé enn verulega vanfjármögnuð í Reykjavík eins og í öðrum sveitarfélögum. Afkoma A- og B-hluta hafi verið neikvæð sem einkum megi rekja til frávika í fjármagnslið Orkuveitunnar. Tókst með samstilltu átaki Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hækkaði um 10,6 milljarða á milli ára. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum „Það er afar ánægjulegt að áætlanir okkar og aðgerðir um að ná niður miklum hallarekstri hafa skilað sér. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist á einu ári að fara úr ríflega 15 milljarða halla niður í 5 milljarða og stefnum á að skila afgangi. Það er tíu milljarða jákvæður viðsnúningur og milljarði betur en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra. Þrálát verðbólga, miklar launahækkanir og háir stýrivextir hafi sett þrýsting á rekstrarútgjöld stofnana og fjármagnskostnað borgarinnar. Á móti hafi starfandi einstaklingum í Reykjavík fjölgað um 4,3 prósent, sem rekja megi til íbúafjölgunar og lítils atvinnuleysis. Það hafi haft jákvæð áhrif á útsvarstekjur, sem hafi verið talsvert umfram áætlun. Ársreikningnum hafi nú verið vísað til umræðu í borgarstjórn. Fínasta afkoma ef fatlaðir eru teknir út fyrir sviga Í tilkynningu segir að ef frá væri tekinn halli af rekstri málefna fatlaðs fólks, sem hafi numið 8,2 milljörðum króna, væri afkoma A-hluta jákvæð um 3,3 milljarða. „Helstu áskoranir í rekstri Reykjavíkurborgar voru einkum vegna verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi fjármögnun fylgi. Í desember 2022 náðist samkomulag við ríkið um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið fól í sér tilfærslu skatttekna frá ríkinu til sveitarfélaga sem nam 0,22% af útsvarsstofni frá og með árinu 2023. Rekja má 1,8 milljarðs króna hækkun í staðgreiðslu útsvars til þeirrar breytingar. Í ársbyrjun 2024 mun útsvarsprósentan að auki hækka um 0,23%. Þrátt fyrir samkomulagið glíma sveitarfélög enn við mikla vanfjármögnun vegna málaflokks fatlaðs fólks en litið er á það sem áfanga að fullri fjármögnun málaflokksins.“ Nóg um áskoranir Í tilkynningu segir að í skóla- og velferðarþjónustu hafi þurft að grípa til ýmissa aðgerða vegna móttöku flóttafólks og undir lok árs hafi bæst við nýjar áskoranir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Reykjavíkurborg hafi ásamt öðrum sveitarfélögum tekið þátt í aðgerðum við að styðja við íbúa Grindavíkurbæjar. Fjárfestingar ársins hafi einkennst að miklu leyti af viðhaldsátaki í skólum og fjárfestingu í innviðum til að tryggja uppbyggingu húsnæðis innan borgarmarkanna. Veltufé nam 11,5 milljörðum króna Heildareignir A-hluta samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2023 hafi numið samtals 279,7 milljörðum króna og heildarskuldir ásamt skuldbindingum verið 198,5 milljarðar. Eigið fé hafi numið 81,3 milljarði króna og eiginfjárhlutfall 29 prósent. Þá hafi skuldaviðmið A-hluta numið 82 prósent í hlutfalli af tekjum. Veltufé frá rekstri hafi numið 11,5 milljörðum króna og verið 6,5 prósent í hlutfalli af tekjum. Viðsnúningur frá síðasta ári hafi numið 12,4 milljörðum en árið 2022 hafi veltufé frá rekstri verið neikvætt um 883 milljónir króna eða 0,6 prósent. Krafa um aðhald Enn sé talsverð óvissa um horfur í ytra efnahagsumhverfi á árinu 2024, bæði vegna verðbólguþróunar og stríðsátaka. Hófstilltir kjarasamningar til fjögurra ára á almenna vinnumarkaðnum hafi aukið væntingar um að verðbólga fari lækkandi á árinu og að meiri stöðugleiki náist. Sveitarfélögin hafi stutt myndarlega við kjarasamningana með vilyrðum um lækkun gjaldskráa og þátttöku í gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024-2028, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, sé áfram krafa um aðhald í rekstri. Niðurstaða ársins 2023 sé í samræmi við áætlanir um að öll markmið fjármálastefnunnar verði uppfyllt í síðasta lagi árið 2025 fyrir A-hluta og árið 2027 fyrir A- og B-hluta. Nú brást B-hlutinn Afkoma A- og B-hluta var neikvæð um 3,4 milljarða. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Í tilkynningu segir að helstu frávik frá áætlun sé að finna í fjármagnsliðnum en nettó fjármagnsgjöld hafi verið 10,3 milljörðum króna yfir áætlun, vegna vaxta, verðbóta og gengis sem þróaðist með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og birtist einkum í reikningum Orkuveitu Reykjavíkur. Frávik B-hlutans í öðrum rekstrarkostnaði og afskriftum séu um 1,3 milljarðar króna, sem skýrist að mestu af rekstri OR og rekja megi til uppbyggingar á starfsemi Carbfix, viðhaldskostnaði mannvirkja og innkomu burðarnets Sýnar í rekstur Ljósleiðarans auk verðlagshækkana. Þá hafi komið til gjalda 2,4 milljarða króna áfallin skuldbinding við Brú lífeyrissjóð vegna bakábyrgðar launagreiðanda, sem ekki hafi verið áætlað fyrir. Gjaldfærslan hafi fallið að stærstum hluta til í A-hluta borgarinnar. Þá hafi matsbreyting fjárfestingaeigna Félagsbústaða verið undir því sem áætlað var, þar sem hægst hefur á hækkun fasteignaverðs saman borið við síðustu ár. Reykjavík Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að rekstrarniðurstaða A-hluta sýni að langtímaáætlanir um viðsnúning í rekstri standast þrátt fyrir erfitt efnahagslegt umhverfi og aukinn þrýsting á innviði. Þjónusta við málaflokk fatlaðs fólks sé enn verulega vanfjármögnuð í Reykjavík eins og í öðrum sveitarfélögum. Afkoma A- og B-hluta hafi verið neikvæð sem einkum megi rekja til frávika í fjármagnslið Orkuveitunnar. Tókst með samstilltu átaki Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) hækkaði um 10,6 milljarða á milli ára. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum „Það er afar ánægjulegt að áætlanir okkar og aðgerðir um að ná niður miklum hallarekstri hafa skilað sér. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist á einu ári að fara úr ríflega 15 milljarða halla niður í 5 milljarða og stefnum á að skila afgangi. Það er tíu milljarða jákvæður viðsnúningur og milljarði betur en upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra. Þrálát verðbólga, miklar launahækkanir og háir stýrivextir hafi sett þrýsting á rekstrarútgjöld stofnana og fjármagnskostnað borgarinnar. Á móti hafi starfandi einstaklingum í Reykjavík fjölgað um 4,3 prósent, sem rekja megi til íbúafjölgunar og lítils atvinnuleysis. Það hafi haft jákvæð áhrif á útsvarstekjur, sem hafi verið talsvert umfram áætlun. Ársreikningnum hafi nú verið vísað til umræðu í borgarstjórn. Fínasta afkoma ef fatlaðir eru teknir út fyrir sviga Í tilkynningu segir að ef frá væri tekinn halli af rekstri málefna fatlaðs fólks, sem hafi numið 8,2 milljörðum króna, væri afkoma A-hluta jákvæð um 3,3 milljarða. „Helstu áskoranir í rekstri Reykjavíkurborgar voru einkum vegna verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi fjármögnun fylgi. Í desember 2022 náðist samkomulag við ríkið um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið fól í sér tilfærslu skatttekna frá ríkinu til sveitarfélaga sem nam 0,22% af útsvarsstofni frá og með árinu 2023. Rekja má 1,8 milljarðs króna hækkun í staðgreiðslu útsvars til þeirrar breytingar. Í ársbyrjun 2024 mun útsvarsprósentan að auki hækka um 0,23%. Þrátt fyrir samkomulagið glíma sveitarfélög enn við mikla vanfjármögnun vegna málaflokks fatlaðs fólks en litið er á það sem áfanga að fullri fjármögnun málaflokksins.“ Nóg um áskoranir Í tilkynningu segir að í skóla- og velferðarþjónustu hafi þurft að grípa til ýmissa aðgerða vegna móttöku flóttafólks og undir lok árs hafi bæst við nýjar áskoranir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Reykjavíkurborg hafi ásamt öðrum sveitarfélögum tekið þátt í aðgerðum við að styðja við íbúa Grindavíkurbæjar. Fjárfestingar ársins hafi einkennst að miklu leyti af viðhaldsátaki í skólum og fjárfestingu í innviðum til að tryggja uppbyggingu húsnæðis innan borgarmarkanna. Veltufé nam 11,5 milljörðum króna Heildareignir A-hluta samkvæmt efnahagsreikningi 31. desember 2023 hafi numið samtals 279,7 milljörðum króna og heildarskuldir ásamt skuldbindingum verið 198,5 milljarðar. Eigið fé hafi numið 81,3 milljarði króna og eiginfjárhlutfall 29 prósent. Þá hafi skuldaviðmið A-hluta numið 82 prósent í hlutfalli af tekjum. Veltufé frá rekstri hafi numið 11,5 milljörðum króna og verið 6,5 prósent í hlutfalli af tekjum. Viðsnúningur frá síðasta ári hafi numið 12,4 milljörðum en árið 2022 hafi veltufé frá rekstri verið neikvætt um 883 milljónir króna eða 0,6 prósent. Krafa um aðhald Enn sé talsverð óvissa um horfur í ytra efnahagsumhverfi á árinu 2024, bæði vegna verðbólguþróunar og stríðsátaka. Hófstilltir kjarasamningar til fjögurra ára á almenna vinnumarkaðnum hafi aukið væntingar um að verðbólga fari lækkandi á árinu og að meiri stöðugleiki náist. Sveitarfélögin hafi stutt myndarlega við kjarasamningana með vilyrðum um lækkun gjaldskráa og þátttöku í gjaldfrjálsum skólamáltíðum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024-2028, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, sé áfram krafa um aðhald í rekstri. Niðurstaða ársins 2023 sé í samræmi við áætlanir um að öll markmið fjármálastefnunnar verði uppfyllt í síðasta lagi árið 2025 fyrir A-hluta og árið 2027 fyrir A- og B-hluta. Nú brást B-hlutinn Afkoma A- og B-hluta var neikvæð um 3,4 milljarða. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Í tilkynningu segir að helstu frávik frá áætlun sé að finna í fjármagnsliðnum en nettó fjármagnsgjöld hafi verið 10,3 milljörðum króna yfir áætlun, vegna vaxta, verðbóta og gengis sem þróaðist með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og birtist einkum í reikningum Orkuveitu Reykjavíkur. Frávik B-hlutans í öðrum rekstrarkostnaði og afskriftum séu um 1,3 milljarðar króna, sem skýrist að mestu af rekstri OR og rekja megi til uppbyggingar á starfsemi Carbfix, viðhaldskostnaði mannvirkja og innkomu burðarnets Sýnar í rekstur Ljósleiðarans auk verðlagshækkana. Þá hafi komið til gjalda 2,4 milljarða króna áfallin skuldbinding við Brú lífeyrissjóð vegna bakábyrgðar launagreiðanda, sem ekki hafi verið áætlað fyrir. Gjaldfærslan hafi fallið að stærstum hluta til í A-hluta borgarinnar. Þá hafi matsbreyting fjárfestingaeigna Félagsbústaða verið undir því sem áætlað var, þar sem hægst hefur á hækkun fasteignaverðs saman borið við síðustu ár.
Reykjavík Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent