Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. maí 2024 21:52 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn vísir / anton brink Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn. „Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira