Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 12:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, í dómsal í New York. AP/Doug Mills Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03