Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:05 Einhæf baklega getur valdið skerðingum í hálshreyfingum. Vísir/Getty Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Fjölgun tilvísana er að hluta vegna aukinnar árvekni heilbrigðisstarfsmanna en einnig vegna breyttra umhverfisþátta. Til dæmis er nú mælt með því að börn sofi á bakinu en einnig hefur notkun bílstóla og ýmis konar ungbarnastóla aukist verulega. Þá eru börn með þrýsting á bakhlið höfuðs í lengri tíma en áður. Á sama tíma hefur dregið úr maga- og hliðarlegu ungbarna í vöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Æfingastöðinni. „Höfuðkúpa ungbarna er mjúk og mótanleg. Liggi barn oftast með höfuð snúið til sömu hliðar verður höfuðkúpan flatari þeim megin og önnur bein höfuðkúpu skekkjast einnig. Skekkja á höfuðbeinum leiðir oft til truflunar á hálshreyfingum,“ segir í tilkynningunni. Mynd úr fræðslublaði frá Heilsugæslunni. Höfuð barnsins aflagast ef það liggur of mikið á sömu hliðinni. Þannig getur mikil og einhæf baklega ungbarna valdið aflögun höfuðkúpu. Ef gripið er inn í nægilega snemma er þó hægt að leiðrétta stöðuna með viðeigandi handtökum og örvun. Í tilkynningu frá Æfingastöðinni segir að börn komi aldrei of snemma en að meðferðin verði bæði erfiðari og tímafrekari því eldri sem börnin eru. Meðferðarfjöldi er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar. Tilvísanir til Æfingastöðvarinnar vegna skekkju í höfuðkúpu barna. Þar segir einnig að fyrsta vísbendingin um ósamhverfu í hálshreyfingum sé yfirleitt sú að börnin snúa höfði sínu meira eða einungis til annarrar hliðar. Getur haft áhrif á samspil augna og handa „Ef börnin liggja ávallt og sofa með höfuðið snúið til sömu hliðar mótast hin mjúka höfuðkúpa þeirra fljótt af þrýstingi frá undirlaginu. Höfuðið verður flatara þeim megin og það verður æ þægilegra að liggja á flötu hliðinni. Hin hliðin verður kúptari og erfiðara verður að snúa yfir á þá hlið og halda jafnvægi þar,“ segir í fréttatilkynningu Æfingastöðvarinnar og að ef skekkjan sé mikil geti verið erfitt fyrir börn að horfa beint upp þegar þau liggja á bakinu. Þessi einhæfa lega getur valdið skerðingu í hálshreyfingum og vöðvastyttingum, sjónsvið barnsins minnkar og samspil augna og handa þeim megin sem barn horfir frá skerðist. Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Fjölgun tilvísana er að hluta vegna aukinnar árvekni heilbrigðisstarfsmanna en einnig vegna breyttra umhverfisþátta. Til dæmis er nú mælt með því að börn sofi á bakinu en einnig hefur notkun bílstóla og ýmis konar ungbarnastóla aukist verulega. Þá eru börn með þrýsting á bakhlið höfuðs í lengri tíma en áður. Á sama tíma hefur dregið úr maga- og hliðarlegu ungbarna í vöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Æfingastöðinni. „Höfuðkúpa ungbarna er mjúk og mótanleg. Liggi barn oftast með höfuð snúið til sömu hliðar verður höfuðkúpan flatari þeim megin og önnur bein höfuðkúpu skekkjast einnig. Skekkja á höfuðbeinum leiðir oft til truflunar á hálshreyfingum,“ segir í tilkynningunni. Mynd úr fræðslublaði frá Heilsugæslunni. Höfuð barnsins aflagast ef það liggur of mikið á sömu hliðinni. Þannig getur mikil og einhæf baklega ungbarna valdið aflögun höfuðkúpu. Ef gripið er inn í nægilega snemma er þó hægt að leiðrétta stöðuna með viðeigandi handtökum og örvun. Í tilkynningu frá Æfingastöðinni segir að börn komi aldrei of snemma en að meðferðin verði bæði erfiðari og tímafrekari því eldri sem börnin eru. Meðferðarfjöldi er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar. Tilvísanir til Æfingastöðvarinnar vegna skekkju í höfuðkúpu barna. Þar segir einnig að fyrsta vísbendingin um ósamhverfu í hálshreyfingum sé yfirleitt sú að börnin snúa höfði sínu meira eða einungis til annarrar hliðar. Getur haft áhrif á samspil augna og handa „Ef börnin liggja ávallt og sofa með höfuðið snúið til sömu hliðar mótast hin mjúka höfuðkúpa þeirra fljótt af þrýstingi frá undirlaginu. Höfuðið verður flatara þeim megin og það verður æ þægilegra að liggja á flötu hliðinni. Hin hliðin verður kúptari og erfiðara verður að snúa yfir á þá hlið og halda jafnvægi þar,“ segir í fréttatilkynningu Æfingastöðvarinnar og að ef skekkjan sé mikil geti verið erfitt fyrir börn að horfa beint upp þegar þau liggja á bakinu. Þessi einhæfa lega getur valdið skerðingu í hálshreyfingum og vöðvastyttingum, sjónsvið barnsins minnkar og samspil augna og handa þeim megin sem barn horfir frá skerðist.
Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira