Súper einfalt, ferskt og bragðgott sumarsalat
1 stk fennel, skorið í þunnar sneiðar á mandolíni
2-3 appelsínur, flysjaðar og skornar i þunnar hringsneiðar
Smá dill og sprettur
Granateplakjarnar
Ristaðar furuhnetur
Safi og börkur úr einni límónu
Góð ólífuolía
Salt og pipar
Raðið saman á fallegan disk og njótið!
Aspas réttur á tíu mínútum
Hráefni:
350 gr grænn aspas
3 msk ólífuolía
25 gr nýrifinn parmesan
25 gr saxaðar kasjúhnetur
2 pressuð hvítlauksrif
Svartur pipar & salt
150 gr tomatar eða kirsuberjatómatar
2-3 msk furuhnetur
4 msk af salatost
Aðferð:
Skolið aspasinn og skerið smá af endanum. Raðið í eldfast mót.
Hellið ólífuolíu yfir aspasinn.
Blandið saman í skál; parmesan, kasjuhnetum, hvítlauk, salt og pipar.
Dreifið blöndunni yfir aspasinn og blandið saman með höndunum.
Skolið tímata og skerið í litla bita.
Dreifið tómötum, furuhnetum og salatosti yfir miðjan aspasinn.
Bakið réttinn við 200 gráður í 20 - 25 mínútur.
Í lokin má hella smá ólífuolíu yfir dýrðina.
Njótið með brakandi fersku grænu salati eða sem meðlæti með öðrum aðalrétt.