Segja varkárni ávallt hafa verið Haraldi efst í huga Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 15:54 Vélin var sótt úr Þingvallavatni í apríl, tveimur mánuðum eftir slysið. Vísir/Vilhelm Aðstandendur flugmannsins Haralds Diego, sem flaug vélinni TF-ABB sem hafnaði í Þingvallavatni í febrúar árið 2022, óska eftir því að friður skapist um málið. Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) byggi á getgátum um hvort mannlegur þáttur hafi valdið slysinu þar sem þrír farþegar, auk Haralds, létu lífið. Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Í dag birti RNSA lokaskýrslu sína á flugslysinu við Þingvallavatn. Í skýrslunni kom fram að annað hvort hafi Haraldur reynt að fljúga flugvélinni í lítilli hæð yfir ísilögðu vatninu eða að lenda ofan á þunnum ís ofan á vatninu. Mannlegir þættir hafi líklegast haft áhrif á slysið. Flugmaður vélarinnar var Haraldur og um borð voru þrír erlendir áhrifavaldar sem voru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingaefni. Allir fjórir létust í slysinu og sýndu þeir merki drukknunar. Í yfirlýsingu sem lögmaður sendi fyrir hönd aðstandenda Haralds sendi fjölmiðlum í dag segir að þau óski eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slysið. Atburðurinn hafi enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra. „Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrifaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá séu flugmenn og allir sem þekktu Harald af eigin raun sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert sýni fram á að annað hafi verið uppi á teningnum þennan dag. „Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið sem varð í Þingvallavatni þ. 3. febrúar 2022 vilja aðstandendur Haraldar Diego, flugmanns TF ABB, koma eftirfarandi á framfæri: Í fyrsta lagi óska aðstandendur eftir svigrúmi til frekari tjáningar í fjölmiðlum um slsysið. Hinn þungbæri atburður hefur enn mikil og djúp áhrif á sálarlíf þeirra, eins og vænta má, og telja aðstandendur sig ekki reiðubúna til að veita fjölmiðlum viðtöl. Í öðru lagi benda aðstandendurnir á að ekkert er fram komið sem sannar sök flugmannsins, Haraldar Diego, sambýlismanns og föður aðstandendanna, heldur byggir Rannsóknarnefnd samgönguslysa á getgátum um hvort hinn mannlegi þáttur hafi orsakað slysið. Jafnvel þótt komist væri að því, að hinn mannlegi þáttur hafi haft áhrif þennan afdrífaríka dag, þá liggur ekkert fyrir um það hvort sá þáttur hafi verið af völdum óeðlilegrar áhættusækni eða glæfraskapar af hálfu flugmannsins, eða hvort um annan utan að komandi þátt hafi verið að ræða. Þannig benda aðstandendur flugmannsins á að ekkert sé fram komið sem sýnir sök hans. Í þriðja lagi er bent á, að skýrslunni er ekki ætlað að varpa ljósi á sök einstakra aðila, heldur eingöngu orsakir svo draga megi lærdóm af slysinu til framtíðar til varnar öðrum slysum. Flugmenn, og áhugamenn um flug, sem þekktu Harald Diego af eigin raun eru sammála um að varfærni hafi ávallt verið honum efst í huga. Ekkert er fram komið sem sýnir að annað hafi verið upp á teningnum hinn örlagaríka dag. Með vísan til alls framangreinds óska aðstandendur Haraldar Diego þess að friður skapist um málið, og að aðstandendur allra sem létust megi öðlast frið frá sálarraunum sínum. Með virðingu og vinsemd, f.h. aðstandenda Haraldar Diego, Gísli Kr. Björnsson, lögmaður.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent