„Höfum engu að tapa núna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:42 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrir Val í kvöld. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk er tíu Valsmenn unnu sterkan 3-2 útisigur gegn Breiðabliki í kvöld. „Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
„Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09