Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 08:41 Það gengur á ýmsu í heiminum en kanslari Þýskalands er einna oftast spurður að því af unga fólkinu hvort það sé ekki kominn tími til að setja þak á verðið á kebab. AP/Hannes P. Albert Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“. Þýskaland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“.
Þýskaland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira