„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 11:22 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira