Óskar hafi sett stjórninni afarkosti Valur Páll Eiríksson skrifar 10. maí 2024 09:25 Ósætti milli Óskars og stjórnenda hjá Haugesund er sögð ástæða þess að hann sagði upp störfum. Getty TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. Óskar Hrafn hafi viljað ráða sinn eigin aðstoðarmann þegar hann tók við stjórnartaumunum en ekki fengið heimild til þess. Félagið valdi þess í stað þjálfarateymið sem samanstóð af aðstoðarþjálfaranum Sancheev Manoharan, markvarðaþjálfaranum Kamil Rylka og Paul André Farstad sem starfaði sem leikgreinandi. TV2 kveðst hafa heimildir fyrir því að ósætti um starfsteymið hafi orðið til þess að Óskar sagði upp störfum í gær. Óskari hafi fundist hann ekki fá þann stuðning sem hann þyrfti til að ná árangri í starfi. Óskar hafi beðið íþróttastjórann Eirik Oppedal að fjarlægja aðstoðarmanninn Manoharan úr starfi aðstoðarþjálfara, ellegar hann segði upp störfum. Haugesund hafi neitað beiðni Óskars og hann ekki séð aðra leið færa en að segja starfi sínu lausu. Manoharan, Farstad og Rylka hafa tekið tímabundið við þjálfun liðsins á meðan Haugesund leitar arftaka Óskars í starfi, samkvæmt tilkynningu félagsins í morgun. Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig um málið og sagði Óskar þurfa að greina frá ástæðum uppsagnarinnar sjálfur. Óskar Hrafn vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við Vísi þegar innt var eftir viðbrögðum í morgunsárið. Norski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10. maí 2024 09:11 Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10. maí 2024 08:24 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
Óskar Hrafn hafi viljað ráða sinn eigin aðstoðarmann þegar hann tók við stjórnartaumunum en ekki fengið heimild til þess. Félagið valdi þess í stað þjálfarateymið sem samanstóð af aðstoðarþjálfaranum Sancheev Manoharan, markvarðaþjálfaranum Kamil Rylka og Paul André Farstad sem starfaði sem leikgreinandi. TV2 kveðst hafa heimildir fyrir því að ósætti um starfsteymið hafi orðið til þess að Óskar sagði upp störfum í gær. Óskari hafi fundist hann ekki fá þann stuðning sem hann þyrfti til að ná árangri í starfi. Óskar hafi beðið íþróttastjórann Eirik Oppedal að fjarlægja aðstoðarmanninn Manoharan úr starfi aðstoðarþjálfara, ellegar hann segði upp störfum. Haugesund hafi neitað beiðni Óskars og hann ekki séð aðra leið færa en að segja starfi sínu lausu. Manoharan, Farstad og Rylka hafa tekið tímabundið við þjálfun liðsins á meðan Haugesund leitar arftaka Óskars í starfi, samkvæmt tilkynningu félagsins í morgun. Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig um málið og sagði Óskar þurfa að greina frá ástæðum uppsagnarinnar sjálfur. Óskar Hrafn vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við Vísi þegar innt var eftir viðbrögðum í morgunsárið.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10. maí 2024 09:11 Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10. maí 2024 08:24 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10. maí 2024 09:11
Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10. maí 2024 08:24